Alonso vann í Malasíu á undan Perez Birgir Þór Harðarson skrifar 25. mars 2012 11:11 Alonso leiddi mótið á undan Perez strax eftir fyrstu þjónustuhléin. nordicphotos/afp Fernando Alonso á Ferrari vann kappaksturinn í regnríkinu Malasíu. Mótið var ræst í hellidembu og var stöðvað níu hringjum síðar vegna vatnsflaumsins á brautinni. Sergio Perez á Sauber-Ferrari bíl var annar í kappakstrinum. Hann átti möguleika á sigri en eyðilagði það fyrir sjálfum sér þegar hann gerði akstursmistök þegar fjórir hringir voru eftir. Þetta er besti árangur Perez í Formúlu 1 og er hann ótvíræður maður mótsins. Úrslitin voru ansi óvænt því Ferrari bíllinn hefur ekki verið neitt sérstaklega öflugur. Alonso ræsti áttundi í mótinu og sagði eftir tímatökurnar að hann hefði kreist allt sem hann gat úr bílnum. Lewis Hamilton var þriðji en furðu sætti að McLaren bílarnir skortu hraða eftir endurræsinguna í hring tíu. Jenson Button, einnig hjá McLaren, lauk mótinu í 14. sæti. Hann sigraði í Ástralíu fyrir viku síðan en lenti í samstuði við Narain Karthikeyan snemma í mótinu og braut framvænginn. Regndekkin hrjáðu McLaren liðið nokkuð því þeir náðu ekki nægum hita í þau. Mercedes liðið átti í andstæðum vandamálum og ofhituðu dekkin. Michael Schumacher klárði mótið í 10. sæti og Nico Rosberg í 13. sæti. Red Bull átti erfiða keppni. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var í fjórða sæti þegar hann varð kærulaus og sprengdi afturdekk. Hann komst þó inn á viðgerðarsvæðið en liðið skipaði honum að draga sig í hlé í síðasta hring, á endanum fór Vettel yfir línuna í 11. sæti. Mark Webber lauk mótinu í fjórða sæti. Kimi Raikkönen var fimmti fyrir Lotus liðið og átti hraðasta hring. Liðsfélagi hans, Roman Grosjean, endaði annað mótið sitt í röð í malargryfjunni. Í þetta skiptið var það þó akstursmistökum hans að kenna. Bruno Senna lauk mótinu sjötti fyrir Williams liðið og Paul di Resta þar á eftir fyrir Force India. Jean Eric Vergne kom sér í áttunda sætið eftir að hafa ollið vonbrigðum í tímatökum með 18. sæti. Efstu menn í heimsmeistarakeppninni:Ökumenn: 1. Fernando Alonso 31 stig2. Lewis Hamilton 30 3. Jenson Button 25 4. Mark Webber 24 5. Sergio Perez 22 6. Sebastian Vettel 18 7. Kimi Raikkönen 16 8. Bruno Senna 8Lið:1. McLaren 55 2. Red Bull 42 3. Ferrari 35 4. Sauber 30 5. Lotus 16 6. Force India 9 7. Williams 8 8. Toro Rosso 6 9. Mercedes 1 Formúla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari vann kappaksturinn í regnríkinu Malasíu. Mótið var ræst í hellidembu og var stöðvað níu hringjum síðar vegna vatnsflaumsins á brautinni. Sergio Perez á Sauber-Ferrari bíl var annar í kappakstrinum. Hann átti möguleika á sigri en eyðilagði það fyrir sjálfum sér þegar hann gerði akstursmistök þegar fjórir hringir voru eftir. Þetta er besti árangur Perez í Formúlu 1 og er hann ótvíræður maður mótsins. Úrslitin voru ansi óvænt því Ferrari bíllinn hefur ekki verið neitt sérstaklega öflugur. Alonso ræsti áttundi í mótinu og sagði eftir tímatökurnar að hann hefði kreist allt sem hann gat úr bílnum. Lewis Hamilton var þriðji en furðu sætti að McLaren bílarnir skortu hraða eftir endurræsinguna í hring tíu. Jenson Button, einnig hjá McLaren, lauk mótinu í 14. sæti. Hann sigraði í Ástralíu fyrir viku síðan en lenti í samstuði við Narain Karthikeyan snemma í mótinu og braut framvænginn. Regndekkin hrjáðu McLaren liðið nokkuð því þeir náðu ekki nægum hita í þau. Mercedes liðið átti í andstæðum vandamálum og ofhituðu dekkin. Michael Schumacher klárði mótið í 10. sæti og Nico Rosberg í 13. sæti. Red Bull átti erfiða keppni. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var í fjórða sæti þegar hann varð kærulaus og sprengdi afturdekk. Hann komst þó inn á viðgerðarsvæðið en liðið skipaði honum að draga sig í hlé í síðasta hring, á endanum fór Vettel yfir línuna í 11. sæti. Mark Webber lauk mótinu í fjórða sæti. Kimi Raikkönen var fimmti fyrir Lotus liðið og átti hraðasta hring. Liðsfélagi hans, Roman Grosjean, endaði annað mótið sitt í röð í malargryfjunni. Í þetta skiptið var það þó akstursmistökum hans að kenna. Bruno Senna lauk mótinu sjötti fyrir Williams liðið og Paul di Resta þar á eftir fyrir Force India. Jean Eric Vergne kom sér í áttunda sætið eftir að hafa ollið vonbrigðum í tímatökum með 18. sæti. Efstu menn í heimsmeistarakeppninni:Ökumenn: 1. Fernando Alonso 31 stig2. Lewis Hamilton 30 3. Jenson Button 25 4. Mark Webber 24 5. Sergio Perez 22 6. Sebastian Vettel 18 7. Kimi Raikkönen 16 8. Bruno Senna 8Lið:1. McLaren 55 2. Red Bull 42 3. Ferrari 35 4. Sauber 30 5. Lotus 16 6. Force India 9 7. Williams 8 8. Toro Rosso 6 9. Mercedes 1
Formúla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira