Þóra Arnórs íhugar forsetaframboð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. mars 2012 12:00 Þóra Arnórsdóttir segir að það væri dónalegt að íhuga ekki forsetaframboð. Hún ætlar að ræða við fjölskyldu og vini um mögulegt framboð. mynd/365 Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir íhugar að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Ný könnun sýnir að flestir þeirra sem vilja sjá nýjan forseta á Bessastöðum styðja Þóru. Tveir af hverjum þremur Íslendingum vilja nýjan forseta á Bessastaði samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup sem birt var í gær og unnin var fyrir hóp sem vill sjá aðra valkosti en sitjandi forseta. Forsetakosningar fara fram í júní en Ólafur Ragnar Grímsson hefur lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Þáttakendur í könnuninni voru beðnir að velja á milli Ólafs Ragnars og þeirra sem helst hafa verið orðaðir við embættið undanfarið. Um þriðjungur sagðist vilja sjá Ólaf Ragnar áfram. Næst flestir eða rúm fjórtán prósent sögðust vilja sjá Þóru Arnórsdóttur. Um sjö prósent sögðust vilja sjá Elínu Hirst og svipað margir Salvöru Nordal. Þóra segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. „Mér finnst þetta merkileg könnun að mörgu leyti. Ég einhvern veginn bjóst við að þetta myndi dreifast meira, þótt það megi náttúrulega ekki túlka hana of djúpt eða sem einhver algild sannindi um stöðuna núna, þá fannst mér samt áhugavert að sjá hversu stór hluti þjóðarinnar virðist vera tilbúinn til að kjósa fjölskyldu á Bessastaði. Sem finnst kannski í lagi að hafa bara sandkassa og rólur úti á túninu. Það er nú fyrst og fremst það sem manni finnst. Þetta kallar kannski bara á góðan fjölskyldu og vinafund því þetta er nú ekki eitthvað sem maður myndi gera einn," segir Þóra Arnórsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þóra segir marga hafa sett sig í samband við hana og hvatt hana ti að bjóða sig fram.Íhugarðu forsetaframboð? „Já, mér finnst ég eiginlega verða að íhuga það eftir alla þessa miklu hvatningu sem ég hef fengið héðan og þaðan. Það væri eiginlega dónalegt að gera það ekki. Ég viðurkenni alveg að þetta var ekki á áætluninni. Við eigum von á barni eftir sex vikur og ég er í stórskemmtilegu starfi en kannski á maður bara að grípa áskoranir og tækifæri þegar þau gefast þannig að já ég ætla að íhuga þetta, segir Þóra að lokum. Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir íhugar að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Ný könnun sýnir að flestir þeirra sem vilja sjá nýjan forseta á Bessastöðum styðja Þóru. Tveir af hverjum þremur Íslendingum vilja nýjan forseta á Bessastaði samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup sem birt var í gær og unnin var fyrir hóp sem vill sjá aðra valkosti en sitjandi forseta. Forsetakosningar fara fram í júní en Ólafur Ragnar Grímsson hefur lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri. Þáttakendur í könnuninni voru beðnir að velja á milli Ólafs Ragnars og þeirra sem helst hafa verið orðaðir við embættið undanfarið. Um þriðjungur sagðist vilja sjá Ólaf Ragnar áfram. Næst flestir eða rúm fjórtán prósent sögðust vilja sjá Þóru Arnórsdóttur. Um sjö prósent sögðust vilja sjá Elínu Hirst og svipað margir Salvöru Nordal. Þóra segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. „Mér finnst þetta merkileg könnun að mörgu leyti. Ég einhvern veginn bjóst við að þetta myndi dreifast meira, þótt það megi náttúrulega ekki túlka hana of djúpt eða sem einhver algild sannindi um stöðuna núna, þá fannst mér samt áhugavert að sjá hversu stór hluti þjóðarinnar virðist vera tilbúinn til að kjósa fjölskyldu á Bessastaði. Sem finnst kannski í lagi að hafa bara sandkassa og rólur úti á túninu. Það er nú fyrst og fremst það sem manni finnst. Þetta kallar kannski bara á góðan fjölskyldu og vinafund því þetta er nú ekki eitthvað sem maður myndi gera einn," segir Þóra Arnórsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þóra segir marga hafa sett sig í samband við hana og hvatt hana ti að bjóða sig fram.Íhugarðu forsetaframboð? „Já, mér finnst ég eiginlega verða að íhuga það eftir alla þessa miklu hvatningu sem ég hef fengið héðan og þaðan. Það væri eiginlega dónalegt að gera það ekki. Ég viðurkenni alveg að þetta var ekki á áætluninni. Við eigum von á barni eftir sex vikur og ég er í stórskemmtilegu starfi en kannski á maður bara að grípa áskoranir og tækifæri þegar þau gefast þannig að já ég ætla að íhuga þetta, segir Þóra að lokum.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira