

Tiger Woods er í kjörstöðu fyrir lokahringinn á Arnold Palmer boðsmótinu í Orlando sem leikinn verður í dag. Tiger, sem lék hringinn í gær á einu höggi undir pari, hefur eins höggs forskot á Norður-Írann Graeme McDowell.
Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl.
Tiger Woods spilaði annan hringinn á Arnold Palmer boðsmótinu á sjö höggum undir pari í gær. Hann deilir forystusætinu með Charlie Wie frá Suður-Kóreu.
David Feherty, golfsérfræðingur Golf Channel, er þekktur fyrir að láta flest flakka þegar hann opnar munninn. Írinn, sem var á árum áður atvinnumaður í golfi, er einn þekktasti íþróttafréttamaðurinn sem fjallar um golf og hann er einnig sá umdeildasti.