Fótbolti

Del Piero stoltur af mörkunum gegn Milan og Inter

Del Piero fagnar í gær.
Del Piero fagnar í gær.
Juventus-goðsögnin Alessandro Del Piero hefur mátt þola mikla bekkjarsetu hjá Juve í vetur en hann hefur heldur betur stigið upp fyrir liðið í síðustu leikjum.

Hann var í lykilhlutverki þegar Juve sló AC Milan út úr bikarnum og skoraði svo í gær í afar mikilvægum sigri á Inter.

Del Piero fær ekki nýjan samning hjá Juve næsta sumar og fer annað. Hann var einnig sagður vera á förum í janúar en af því varð ekki.

"Mér hefur aldrei liðið þannig í vetur að ég hafi ekki hlutverk hjá liðinu. Ég er heldur ekkert að hugsa um að hætta og datt ekki í hug að fara í janúar," sagði Del Piero sem orðinn er 37 ára gamall.

"Það var gaman að skora gegn bæði Milan og Inter. Það fyllir mig stolti því þetta voru svo mikilvægir leikir. Nú nýt ég augnabliksins og hugsa ekki of mikið um framtíðina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×