Bayern München er á góðri leið inn í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 útisigur á franska liðinu Marseille í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hollendingurinn Arjen Robben lagði upp fyrra markið og skoraði það síðara.
Bayern München var mun meira með boltann í fyrri hálfleiknum en gekk illa að opna vörn Marseille auk þess að Frakkarnir ógnuðu alltaf í skyndisóknum sínum.
Bayern komst á endanum í 1-0 í lok fyrri hálfleiks þegar Mario Gomez skoraði eftir skyndisókn og sendingu frá Arjen Robben. Arjen Robben bætti síðan við öðru marki á 69. mínútu eftir frábært samspil við Thomas Müller og þannig urðu lokatölur leiksins.
Bayern München vann 2-0 sigur í Frakklandi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



