Ítalski skatturinn leggur hald á eigur Gaddafi fjölskyldunnar 29. mars 2012 07:52 Skattayfirvöld á Ítalíu hafa lagt hald á allar eigur Muammar Gaddafi fyrrum leiðtoga Líbýu og fjölskyldumeðlima hans sem til voru í landinu. Í frétt um málið á Bloomberg segir að um sé að ræða verðmæti upp á 1,1 milljarð evra eða um 186 milljarða króna. Það var alþjóðadómstóllinn í Haag sem gaf fyrirskipun um að eigurnar yrðu kyrrsettar. Meðal þess sem Gaddafi fjölskyldan átti á Ítalíu fyrir utan jarðir voru hlutir í bankanum Unicredit, bílaframleiðandanum Fiat, orkurisanum Eni og Juventus fótboltaliðinu. Þar að auki átti Gaddafi sjálfur tvö mótorhjól af gerðinni Harley Davidson. Gaddafi og fjölskylda hans smygluðu gífurlegum fjárhæðum út úr Líbýu meðan að Gaddafi var þar við völd. Í vetur greindi blaðið Los Angeles Times frá því að um 200 milljarða dollara hafi verið að ræða eða yfir 25.000 milljarða króna. Stór hluti af þessari upphæð, eða 37 milljarðar dollara var notaður til fjárfestinga í Bandaríkjunum. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Skattayfirvöld á Ítalíu hafa lagt hald á allar eigur Muammar Gaddafi fyrrum leiðtoga Líbýu og fjölskyldumeðlima hans sem til voru í landinu. Í frétt um málið á Bloomberg segir að um sé að ræða verðmæti upp á 1,1 milljarð evra eða um 186 milljarða króna. Það var alþjóðadómstóllinn í Haag sem gaf fyrirskipun um að eigurnar yrðu kyrrsettar. Meðal þess sem Gaddafi fjölskyldan átti á Ítalíu fyrir utan jarðir voru hlutir í bankanum Unicredit, bílaframleiðandanum Fiat, orkurisanum Eni og Juventus fótboltaliðinu. Þar að auki átti Gaddafi sjálfur tvö mótorhjól af gerðinni Harley Davidson. Gaddafi og fjölskylda hans smygluðu gífurlegum fjárhæðum út úr Líbýu meðan að Gaddafi var þar við völd. Í vetur greindi blaðið Los Angeles Times frá því að um 200 milljarða dollara hafi verið að ræða eða yfir 25.000 milljarða króna. Stór hluti af þessari upphæð, eða 37 milljarðar dollara var notaður til fjárfestinga í Bandaríkjunum.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira