Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu
Az Alkmaar unnu 2-1 heimasigur á spænska liðinu Valencia í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Brett Holman og Maarten Martens skoruðu mörk AZ í leiknum og áttu einnig stoðsendingarnar á hvorn annan. Þrátt fyrir sigurinn verður róðurinn erfiður í seinni leiknum á Mestalla í Valencia.
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ og átti tvær ágætar tilraunir í fyrri hálfleiknum, langskot yfir og svo skot í varnarmann eftir að hafa leikið skemmtilega á varnarmann Valencia. Jóhann Berg lék allan leikinn og stóð sig vel.
Brett Holman kom AZ í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks með frábæru viðstöðulausu skoti úr teignum eftir hornspyrnu frá Maarten Martens.
Það tók Valencia-liðið aðeins sex mínútur að jafna í seinni hálfleik þegar Mehmet Topal skoraði með skalla úr teignum eftir fyrirgjöf frá Ricardo Costa.
Maarten Martens kom AZ aftur yfir á 79. mínútu þegar hann skoraði með skoti úr teignum eftir frábæra sókn og sendingu frá Brett Holman. Þetta reyndist vera sigurmarki AZ í leiknum.
AZ vann fyrri leikinn á móti Valencia - Jóhann Berg spilaði allan leikinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn


