Þórólfur Árnason íhugar líka forsetaframboð Erla Hlynsdóttir skrifar 10. mars 2012 18:32 Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hefur um hríð velt fyrir sér að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Elín Hirst er einnig alvarlega að íhuga framboð. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra þeirra sem íhuga að gefa kost á sér. Þórólfur hefur ekki áður tjáð sig um forsetaframframboðið. Hann segir stuðningsmenn sína hafa unnið að mögulegu framboði í nokkurn tíma. Það hafi hins vegar komið upp ný staða þegar Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa kost á sér áfram. Þórólfur telur líklegt að framboð Ólafs hafi sett fleiri en hann í biðstöðu. Hann vill hvorki segja af né á um hvort hann ætlar fram. Elín Hirst fjölmiðlakona segist í samtali við fréttastofu alvarlega vera að íhuga að gefa kost á sér. Hún segir að mörgu að huga varðandi framboð, meðal annars þeim mikla kostnaði sem því fylgi. Samkvæmt kostnaðarmati sem fréttastofa lét gera í gær má hver frambjóðandi reikna með um þrjátíu milljónum í framboðið. Elín telur tími til kominn að annar taki við keflinu af Ólafi Ragnari, hvort sem það er hún sjálf eða annar. Stefán Jón Hafstein virðist áhugasamur um framboð. Í Fréttablaðinu í dag birtist grein eftir Stefán Jón þar sem hann skorar á Ólaf Ragnar að gera grein fyrir því af hverju hann telur þörf á því að hann gefi áfram kost á sér. Þá rifjar hann upp tengsl Ólafs Ragnars við útrásina umdeildu, og segir að það jafngildi uppgjöf að kjósa „forseta Gamla Íslands enn á ný eftir sextán ára setu á þeim valdastóli." Ekki náðist tal af Stefáni Jóni sem nú staddur í Malaví þar sem hann starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir það ekki hafa skipt sig máli hvort Ólafur Ragnar myndi gefa kost á sér. Mögulegt framboð hans sé óháð því. Ari Trausti reiknar með að taka endanlega ákvörðun öðru hvoru megin við páska: Hann segir kostnaðinn vissulega skipta máli. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona hefur einnig verið nefnd sem mögulegur frambjóðandi, en ekki náðist tal af henni í dag. Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. Það eru því margir sem líta hýru auga til Bessastaða en spurningin er aðeins ein: Er einhver nógu sterkur til að fella Ólaf Ragnar? Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, hefur um hríð velt fyrir sér að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Elín Hirst er einnig alvarlega að íhuga framboð. Fréttastofa ræddi í dag við nokkra þeirra sem íhuga að gefa kost á sér. Þórólfur hefur ekki áður tjáð sig um forsetaframframboðið. Hann segir stuðningsmenn sína hafa unnið að mögulegu framboði í nokkurn tíma. Það hafi hins vegar komið upp ný staða þegar Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa kost á sér áfram. Þórólfur telur líklegt að framboð Ólafs hafi sett fleiri en hann í biðstöðu. Hann vill hvorki segja af né á um hvort hann ætlar fram. Elín Hirst fjölmiðlakona segist í samtali við fréttastofu alvarlega vera að íhuga að gefa kost á sér. Hún segir að mörgu að huga varðandi framboð, meðal annars þeim mikla kostnaði sem því fylgi. Samkvæmt kostnaðarmati sem fréttastofa lét gera í gær má hver frambjóðandi reikna með um þrjátíu milljónum í framboðið. Elín telur tími til kominn að annar taki við keflinu af Ólafi Ragnari, hvort sem það er hún sjálf eða annar. Stefán Jón Hafstein virðist áhugasamur um framboð. Í Fréttablaðinu í dag birtist grein eftir Stefán Jón þar sem hann skorar á Ólaf Ragnar að gera grein fyrir því af hverju hann telur þörf á því að hann gefi áfram kost á sér. Þá rifjar hann upp tengsl Ólafs Ragnars við útrásina umdeildu, og segir að það jafngildi uppgjöf að kjósa „forseta Gamla Íslands enn á ný eftir sextán ára setu á þeim valdastóli." Ekki náðist tal af Stefáni Jóni sem nú staddur í Malaví þar sem hann starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir það ekki hafa skipt sig máli hvort Ólafur Ragnar myndi gefa kost á sér. Mögulegt framboð hans sé óháð því. Ari Trausti reiknar með að taka endanlega ákvörðun öðru hvoru megin við páska: Hann segir kostnaðinn vissulega skipta máli. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona hefur einnig verið nefnd sem mögulegur frambjóðandi, en ekki náðist tal af henni í dag. Þegar hafa þeir Ástþór Magnússon og Jón Lárusson tilkynnt um framboð. Það eru því margir sem líta hýru auga til Bessastaða en spurningin er aðeins ein: Er einhver nógu sterkur til að fella Ólaf Ragnar?
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira