Ecclestone: Of margir draumóramenn í Formúlu 1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2012 11:30 Ecclestone ásamt Ronaldo í brasilíska kappakstrinum í fyrra. Nodic Photos / Getty Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir allt of marga draumóramenn þegar kemur að rekstri liðanna í Formúlu 1 kappakstrinum. Menn þurfi að sjá hlutina í réttu ljósi og herða ólina þegar kemur að rekstrinum. Keppni í Formúlu 1 hefst í Ástralíu um næstu helgi. Ecclestone, sem kominn er á níræðisaldur, segir kominn tíma á að eigendur liðanna taki til í sínum málum. „Það eru alltof margir í Formúlu 1 sem ganga um með stjörnur í augunum. Þeir sjá heiminn eins og þeir vilja að hann sé, dásamlegur og alltaf sólskin, en ekki eins og hann er í raunveruleikanum," segir Bretinn sem vill að eigendur liðanna verji fjármunum í það sem skipti máli. „Liðin þurfa að einbeita sér að grundvallaratriðunum, kappakstrinum, og verja fjármunum í íþróttina. Ekki fleygja peningum í háklassa fellihýsi og alls kyns skemmtun," sagði Ecclestone sem er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Ecclestone segist fylgjandi því að setja hömlur á eyðslu liðanna og segir það vel geta gerst. Á léttari nótum spáir Eccelstone því að Sebastian Vettel verji titil sinn í ár. „Hann hefur allt sem þarf. Hæfileikana, ástríðuna, einbeitnina, skýra hugsun og hann hatar að tapa. Ég sé vel fyrir mér að hann slái met Michael Schumacher," sagði Ecclestone en Schumacher varð sjö sinnum meistari í Formúlu 1. Ecclestone spáir því að Mark Webber verði annar og Lewis Hamilton þriðji. Formúla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir allt of marga draumóramenn þegar kemur að rekstri liðanna í Formúlu 1 kappakstrinum. Menn þurfi að sjá hlutina í réttu ljósi og herða ólina þegar kemur að rekstrinum. Keppni í Formúlu 1 hefst í Ástralíu um næstu helgi. Ecclestone, sem kominn er á níræðisaldur, segir kominn tíma á að eigendur liðanna taki til í sínum málum. „Það eru alltof margir í Formúlu 1 sem ganga um með stjörnur í augunum. Þeir sjá heiminn eins og þeir vilja að hann sé, dásamlegur og alltaf sólskin, en ekki eins og hann er í raunveruleikanum," segir Bretinn sem vill að eigendur liðanna verji fjármunum í það sem skipti máli. „Liðin þurfa að einbeita sér að grundvallaratriðunum, kappakstrinum, og verja fjármunum í íþróttina. Ekki fleygja peningum í háklassa fellihýsi og alls kyns skemmtun," sagði Ecclestone sem er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Ecclestone segist fylgjandi því að setja hömlur á eyðslu liðanna og segir það vel geta gerst. Á léttari nótum spáir Eccelstone því að Sebastian Vettel verji titil sinn í ár. „Hann hefur allt sem þarf. Hæfileikana, ástríðuna, einbeitnina, skýra hugsun og hann hatar að tapa. Ég sé vel fyrir mér að hann slái met Michael Schumacher," sagði Ecclestone en Schumacher varð sjö sinnum meistari í Formúlu 1. Ecclestone spáir því að Mark Webber verði annar og Lewis Hamilton þriðji.
Formúla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira