Justin Rose landaði fjórða PGA titlinum | Tiger hætti vegna meiðsla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2012 08:00 Justin Rose tekur vafalítið vænt stökk upp heimslistann eftir sigurinn í gær. Nordic Photos / AFP Englendingurinn Justin Rose vann WGC-Cadillac mótið í golfi í Flórída í gær en mótið er hluti af PGA mótaröðinni vestanhafs. Rose lék hringina fjóra samanlagt á sextán höggum undir pari. Rose var þremur höggum á eftir Bandaríkjamanninum Bubba Watson fyrir lokahringinn í gær. Eftir fugl á fyrstu holu dagsins fataðist Watson flugið og fékk meðal annars þrjá skolla í röð á fyrri níu. Spennan var mikil á lokaholunum en Rose spilaði í holli á undan Watson. Svo fór að Watson tókst ekki að setja niður þriggja metra pútt á 18. holu til að jafna Rose sem fagnaði sigri. „Ég hef lagt hart að mér að undanförnu. Sigrar sem þessi gera þetta allt þess virði," sagði Rose. Hann sagði alltaf þægilegt að vera einu holli á undan forystusauðunum á lokahringnum. Rose, sem er sem stendur í 22. sæti heimslistans, hefur nú unnið fjögur PGA-mót á ferli sínum og jafnað þar með landa sína Tony Jacklin og Luke Donald. Nick Faldo er eini Englendingurinn sem er sigursællien hann vann níu PGA-mót á ferli sínum. Efsti maður heimslistans, hinn 22 ára gamli Rory McIlroy, spilaði frábært golf á lokahringnum en það dugði ekki til. Norður-Írinn lék lokahringinn á fimm höggum undir pari og fjórtán undir samanlagt. McIlroy ætlar að taka sér þriggja vikna hlé frá keppni í undirbúningi sínum fyrir Masters-mótið. Keppt verður á Augusta-vellinum í Georgíu fyrstu helgina í apríl. Tiger Woods heltist úr lestinni á 11. holu þegar hann pakkaði saman vegna meiðsla á hásin. Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose vann WGC-Cadillac mótið í golfi í Flórída í gær en mótið er hluti af PGA mótaröðinni vestanhafs. Rose lék hringina fjóra samanlagt á sextán höggum undir pari. Rose var þremur höggum á eftir Bandaríkjamanninum Bubba Watson fyrir lokahringinn í gær. Eftir fugl á fyrstu holu dagsins fataðist Watson flugið og fékk meðal annars þrjá skolla í röð á fyrri níu. Spennan var mikil á lokaholunum en Rose spilaði í holli á undan Watson. Svo fór að Watson tókst ekki að setja niður þriggja metra pútt á 18. holu til að jafna Rose sem fagnaði sigri. „Ég hef lagt hart að mér að undanförnu. Sigrar sem þessi gera þetta allt þess virði," sagði Rose. Hann sagði alltaf þægilegt að vera einu holli á undan forystusauðunum á lokahringnum. Rose, sem er sem stendur í 22. sæti heimslistans, hefur nú unnið fjögur PGA-mót á ferli sínum og jafnað þar með landa sína Tony Jacklin og Luke Donald. Nick Faldo er eini Englendingurinn sem er sigursællien hann vann níu PGA-mót á ferli sínum. Efsti maður heimslistans, hinn 22 ára gamli Rory McIlroy, spilaði frábært golf á lokahringnum en það dugði ekki til. Norður-Írinn lék lokahringinn á fimm höggum undir pari og fjórtán undir samanlagt. McIlroy ætlar að taka sér þriggja vikna hlé frá keppni í undirbúningi sínum fyrir Masters-mótið. Keppt verður á Augusta-vellinum í Georgíu fyrstu helgina í apríl. Tiger Woods heltist úr lestinni á 11. holu þegar hann pakkaði saman vegna meiðsla á hásin.
Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira