Fréttamennirnir Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason fylgjast með framvindu mála í Landsdómi í beinum sjónvarpsútsendingum á Vísi í allan dag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá síðustu samantekt þeirra félaga sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 11.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, bar vitni í morgun og seinna í dag er von á bankastjórum föllnu bankanna.
Hægt er að horfa á samantektina hér fyrir ofan og á sjónvarpssíðu Vísis.
Næsta beina útsending verða hádegisfréttir Bylgunnar klukkan 12. Klukkan 13 verður síðan aftur bein útsending úr Þjóðmenningarhúsinu.
Innlent