Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist aldrei hafa lagt til að bönkunum yrði bjargað með því að útvega 30 til 40 milljarða evra líkt og Davíð Oddsson fyrrverandi Seðlabankastjóri sagði fyrir Landsdómi í síðustu viku.
Þegar Ingibjörg ræddi við fjölmiðla að lokinni vitnaleiðslunni sagði hún að Davíð hlyti að hafa átt við starfandi utanríkisráðherra á þeim tíma, Össur Skarphéðinsson.
„Hann getur ekki hafa verið að tala um mig," sagði Ingibjörg, en á þessum tíma gekkst hún undir aðgerð á Mount Sinai sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum.
