Ætla sér stóra hluti í gítarkennslu á netinu 12. mars 2012 22:00 Kennd eru gripin í hverju lagi og farið í gegnum laglínuna og ásláttinn. Vinsælasti sönglaga- og textavefur á Íslandi, GuitarParty.com (áður Gítargrip.is) kynnti fyrir skemmstu nýja viðbót fyrir notendur sína, gítarkennslumyndbönd þar sem notendur vefsins fá tilsögn í gítarleik. „Íslenskt gítaráhugafólk hefur lengi notað netið til þess að læra að spila vinsæla tónlist en gæði þeirra myndbanda sem fáanleg hafa verið á netinu hingað til hafa verið misjöfn. Nú getum við boðið íslenskum tónlistaráhugamönnum upp á gæðakennsluefni, á íslensku, sem byggir á margra ára reynslu í gítarkennslu,“ segir Þorgils Björgvinsson gítarkennari. Í þessum fyrsta fasa hafa verið framleidd 15 myndbönd sem taka fyrir erlend og innlend lög. Kennd eru gripin í hverju lagi og farið í gegnum laglínuna og ásláttinn. „Við höfum stór markmið fyrir gítarkennsluna og stefnum að því að framleiða í það minnsta 300 kennslumyndbönd á þessu ári fyrir notendur okkar fyrr lok þess árs. Einnig eigum við í viðræðum við erlenda aðila um sambærilega þróun fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað, segir Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags GuitarParty.com. Kennsluumhverfið er á tilraunastigi, en notendum býðst að að taka það strax til notkunar og hafa áhrif á framtíðarþróun og lagaval sem notað verður í kennslunni. Vefurinn hefur vaxið mikið að undanförnu. Hann varð upphaflega til sem áhugamál á meðal vina og er í dag með á fjórða tug þúsund notenda. Frá byrjun hafa aðstandendur hans unnið náið með STEF að því að gera notkun sönglagatexta á netinu löglega og hefur greitt STEF gjöld frá fyrsta degi. „Við lítum björtum augum til framtíðar og erum gríðarlega spenntir fyrir þeim nýjungum sem við erum að þróa með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs,“ segir Kjartan en fyrirtækinu hlotnaðist verkefnastyrkur í desember sem gerði það kleift að þróa gítarkennsluna. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Vinsælasti sönglaga- og textavefur á Íslandi, GuitarParty.com (áður Gítargrip.is) kynnti fyrir skemmstu nýja viðbót fyrir notendur sína, gítarkennslumyndbönd þar sem notendur vefsins fá tilsögn í gítarleik. „Íslenskt gítaráhugafólk hefur lengi notað netið til þess að læra að spila vinsæla tónlist en gæði þeirra myndbanda sem fáanleg hafa verið á netinu hingað til hafa verið misjöfn. Nú getum við boðið íslenskum tónlistaráhugamönnum upp á gæðakennsluefni, á íslensku, sem byggir á margra ára reynslu í gítarkennslu,“ segir Þorgils Björgvinsson gítarkennari. Í þessum fyrsta fasa hafa verið framleidd 15 myndbönd sem taka fyrir erlend og innlend lög. Kennd eru gripin í hverju lagi og farið í gegnum laglínuna og ásláttinn. „Við höfum stór markmið fyrir gítarkennsluna og stefnum að því að framleiða í það minnsta 300 kennslumyndbönd á þessu ári fyrir notendur okkar fyrr lok þess árs. Einnig eigum við í viðræðum við erlenda aðila um sambærilega þróun fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað, segir Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags GuitarParty.com. Kennsluumhverfið er á tilraunastigi, en notendum býðst að að taka það strax til notkunar og hafa áhrif á framtíðarþróun og lagaval sem notað verður í kennslunni. Vefurinn hefur vaxið mikið að undanförnu. Hann varð upphaflega til sem áhugamál á meðal vina og er í dag með á fjórða tug þúsund notenda. Frá byrjun hafa aðstandendur hans unnið náið með STEF að því að gera notkun sönglagatexta á netinu löglega og hefur greitt STEF gjöld frá fyrsta degi. „Við lítum björtum augum til framtíðar og erum gríðarlega spenntir fyrir þeim nýjungum sem við erum að þróa með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs,“ segir Kjartan en fyrirtækinu hlotnaðist verkefnastyrkur í desember sem gerði það kleift að þróa gítarkennsluna.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira