Chelsea komst áfram í Meistaradeildinni - vann Napoli 4-1 í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2012 19:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram. Mörk Chelsea í kvöld skoruðu reynsluboltarnir í liðinu; Didier Drogba, John Terry, Frank Lampard og Branislav Ivanovic. Þeir hafa allir verið lengi hjá félaginu og áttu það sameiginlegt að hafa kunnað illa við sig á meðan Andre Villas-Boas var stjóri liðsins. Roberto Di Matteo hefur aftur á móti náð að kveikja neistann í Chelsea-liðinu sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Ítalans en Di Matteo var áður aðstoðarmaður Villas-Boas. Napoli situr því eftir með sárt ennið alveg eins og Inter Milan í gær. Það er því aðeins AC Milan sem tókst að komast áfram í átta liða úrslitin í ár Didier Drogba kom Chelsea í 1-0 á 29. mínútu með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ramires frá vinstri. Markið kom gegn gangi leiksins því Napoli var búið að vera sterkari aðilinn í upphafi leiksins. Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik og John Terry kom Chelsea síðan í 2-0 á 48. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Frank Lampard. Chelsea var komið áfram ef staðan breyttist ekki. Allt breyttist þó á 55. mínútu þegar Gökhan Inler minnkaði muninn með flottu marki eftir að John Terry tókst ekki að hreinsa nægilega vel frá. Napoli var komið áfram með þessum úrslitum en Chelsea þurfti nú eitt mark til að jafna og tvö til að komast áfram. Roberto di Matteo sendi Fernando Torres inn á 63. mínútu og tólf mínútum síðar fékk Chelsea víti eftir að boltinn fór í höndina á Andrea Dossena eftir skalla Branislav Ivanovic. Frank Lampard skoraði af öryggi úr vítinu. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja leikinn. Fernando Torres fékk algjört dauðafæri á 10. mínútu framlengingarinnar en það var Branislav Ivanovic sem tókst loksins að skora á lokamínútu fyrri hluta framlengingarinnar. Didier Drogba gerði vel í að leggja boltann á Ivanovic sem skoraði með öruggu skoti. Meistaradeild Evrópu Mest lesið KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram. Mörk Chelsea í kvöld skoruðu reynsluboltarnir í liðinu; Didier Drogba, John Terry, Frank Lampard og Branislav Ivanovic. Þeir hafa allir verið lengi hjá félaginu og áttu það sameiginlegt að hafa kunnað illa við sig á meðan Andre Villas-Boas var stjóri liðsins. Roberto Di Matteo hefur aftur á móti náð að kveikja neistann í Chelsea-liðinu sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Ítalans en Di Matteo var áður aðstoðarmaður Villas-Boas. Napoli situr því eftir með sárt ennið alveg eins og Inter Milan í gær. Það er því aðeins AC Milan sem tókst að komast áfram í átta liða úrslitin í ár Didier Drogba kom Chelsea í 1-0 á 29. mínútu með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ramires frá vinstri. Markið kom gegn gangi leiksins því Napoli var búið að vera sterkari aðilinn í upphafi leiksins. Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik og John Terry kom Chelsea síðan í 2-0 á 48. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Frank Lampard. Chelsea var komið áfram ef staðan breyttist ekki. Allt breyttist þó á 55. mínútu þegar Gökhan Inler minnkaði muninn með flottu marki eftir að John Terry tókst ekki að hreinsa nægilega vel frá. Napoli var komið áfram með þessum úrslitum en Chelsea þurfti nú eitt mark til að jafna og tvö til að komast áfram. Roberto di Matteo sendi Fernando Torres inn á 63. mínútu og tólf mínútum síðar fékk Chelsea víti eftir að boltinn fór í höndina á Andrea Dossena eftir skalla Branislav Ivanovic. Frank Lampard skoraði af öryggi úr vítinu. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja leikinn. Fernando Torres fékk algjört dauðafæri á 10. mínútu framlengingarinnar en það var Branislav Ivanovic sem tókst loksins að skora á lokamínútu fyrri hluta framlengingarinnar. Didier Drogba gerði vel í að leggja boltann á Ivanovic sem skoraði með öruggu skoti.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira