Chelsea komst áfram í Meistaradeildinni - vann Napoli 4-1 í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2012 19:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram. Mörk Chelsea í kvöld skoruðu reynsluboltarnir í liðinu; Didier Drogba, John Terry, Frank Lampard og Branislav Ivanovic. Þeir hafa allir verið lengi hjá félaginu og áttu það sameiginlegt að hafa kunnað illa við sig á meðan Andre Villas-Boas var stjóri liðsins. Roberto Di Matteo hefur aftur á móti náð að kveikja neistann í Chelsea-liðinu sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Ítalans en Di Matteo var áður aðstoðarmaður Villas-Boas. Napoli situr því eftir með sárt ennið alveg eins og Inter Milan í gær. Það er því aðeins AC Milan sem tókst að komast áfram í átta liða úrslitin í ár Didier Drogba kom Chelsea í 1-0 á 29. mínútu með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ramires frá vinstri. Markið kom gegn gangi leiksins því Napoli var búið að vera sterkari aðilinn í upphafi leiksins. Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik og John Terry kom Chelsea síðan í 2-0 á 48. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Frank Lampard. Chelsea var komið áfram ef staðan breyttist ekki. Allt breyttist þó á 55. mínútu þegar Gökhan Inler minnkaði muninn með flottu marki eftir að John Terry tókst ekki að hreinsa nægilega vel frá. Napoli var komið áfram með þessum úrslitum en Chelsea þurfti nú eitt mark til að jafna og tvö til að komast áfram. Roberto di Matteo sendi Fernando Torres inn á 63. mínútu og tólf mínútum síðar fékk Chelsea víti eftir að boltinn fór í höndina á Andrea Dossena eftir skalla Branislav Ivanovic. Frank Lampard skoraði af öryggi úr vítinu. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja leikinn. Fernando Torres fékk algjört dauðafæri á 10. mínútu framlengingarinnar en það var Branislav Ivanovic sem tókst loksins að skora á lokamínútu fyrri hluta framlengingarinnar. Didier Drogba gerði vel í að leggja boltann á Ivanovic sem skoraði með öruggu skoti. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram. Mörk Chelsea í kvöld skoruðu reynsluboltarnir í liðinu; Didier Drogba, John Terry, Frank Lampard og Branislav Ivanovic. Þeir hafa allir verið lengi hjá félaginu og áttu það sameiginlegt að hafa kunnað illa við sig á meðan Andre Villas-Boas var stjóri liðsins. Roberto Di Matteo hefur aftur á móti náð að kveikja neistann í Chelsea-liðinu sem hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína undir stjórn Ítalans en Di Matteo var áður aðstoðarmaður Villas-Boas. Napoli situr því eftir með sárt ennið alveg eins og Inter Milan í gær. Það er því aðeins AC Milan sem tókst að komast áfram í átta liða úrslitin í ár Didier Drogba kom Chelsea í 1-0 á 29. mínútu með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ramires frá vinstri. Markið kom gegn gangi leiksins því Napoli var búið að vera sterkari aðilinn í upphafi leiksins. Chelsea var 1-0 yfir í hálfleik og John Terry kom Chelsea síðan í 2-0 á 48. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Frank Lampard. Chelsea var komið áfram ef staðan breyttist ekki. Allt breyttist þó á 55. mínútu þegar Gökhan Inler minnkaði muninn með flottu marki eftir að John Terry tókst ekki að hreinsa nægilega vel frá. Napoli var komið áfram með þessum úrslitum en Chelsea þurfti nú eitt mark til að jafna og tvö til að komast áfram. Roberto di Matteo sendi Fernando Torres inn á 63. mínútu og tólf mínútum síðar fékk Chelsea víti eftir að boltinn fór í höndina á Andrea Dossena eftir skalla Branislav Ivanovic. Frank Lampard skoraði af öryggi úr vítinu. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja leikinn. Fernando Torres fékk algjört dauðafæri á 10. mínútu framlengingarinnar en það var Branislav Ivanovic sem tókst loksins að skora á lokamínútu fyrri hluta framlengingarinnar. Didier Drogba gerði vel í að leggja boltann á Ivanovic sem skoraði með öruggu skoti.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira