Apple nær nýjum hæðum 15. mars 2012 20:15 Verð á hlutabréfum Apple náði 600 dollara takmarkinu stuttu eftir að hlutbréfamarkaðir opnuðu í dag. mynd/AFP Velgengni tæknifyrirtækisins Apple náði nýjum hæðum í dag. Verð á hlutabréfum fyrirtækisins náði 600 dollara takmarkinu stuttu eftir að hlutbréfamarkaðir opnuðu í dag. Apple er verðmætasta fyrirtæki veraldar. Í febrúar á þessu ári skaust markaðsvirði fyrirtækisins yfir 500 milljarða dollara og stendur nú í um 550 milljörðum. Örfá fyrirtæki hafa náð þessu takmarki, þar á meðal eru Microsoft og Exxon Mobile. Mikil spenna er fyrir nýjustu vöru fyrirtækisins, þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar vinsælu. Sérfræðingar segja að Apple gæti selt milljón eintök af spjaldtölvunni þegar hún fer í almenna sölu á morgun. Apple hefur lokað fyrir forpantanir á iPad og var viðskiptavinum tjáð að þeir gætu þurft að bíða í tvo daga og allt upp í þrjár vikur eftir að fá tækniundrið afhent. Apple seldi 15.4 milljón eintök af iPad 2 spjaldtölvunni á síðasta ársfjórðungi. Það magn er tvöfalt meira en á sama ársfjórðungi árið 2010. Spjaldtölvan nýja er einungis kölluð iPad. Uppfærslurnar eru af ýmsum toga og státar tölvan meðal annars af háskerpu skjá, mun öflugri myndavél og uppfærðum örgjörva. Hinn nýji iPad kostar jafn mikið og fyrri kynslóðir spjaldtölvunnar eða 499 dollara. Eins og áður segir fer nýja spjaldtölvan í almenna sölu á morgun í Bandaríkjunum, Kanada og tíu öðrum löndum. Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Velgengni tæknifyrirtækisins Apple náði nýjum hæðum í dag. Verð á hlutabréfum fyrirtækisins náði 600 dollara takmarkinu stuttu eftir að hlutbréfamarkaðir opnuðu í dag. Apple er verðmætasta fyrirtæki veraldar. Í febrúar á þessu ári skaust markaðsvirði fyrirtækisins yfir 500 milljarða dollara og stendur nú í um 550 milljörðum. Örfá fyrirtæki hafa náð þessu takmarki, þar á meðal eru Microsoft og Exxon Mobile. Mikil spenna er fyrir nýjustu vöru fyrirtækisins, þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar vinsælu. Sérfræðingar segja að Apple gæti selt milljón eintök af spjaldtölvunni þegar hún fer í almenna sölu á morgun. Apple hefur lokað fyrir forpantanir á iPad og var viðskiptavinum tjáð að þeir gætu þurft að bíða í tvo daga og allt upp í þrjár vikur eftir að fá tækniundrið afhent. Apple seldi 15.4 milljón eintök af iPad 2 spjaldtölvunni á síðasta ársfjórðungi. Það magn er tvöfalt meira en á sama ársfjórðungi árið 2010. Spjaldtölvan nýja er einungis kölluð iPad. Uppfærslurnar eru af ýmsum toga og státar tölvan meðal annars af háskerpu skjá, mun öflugri myndavél og uppfærðum örgjörva. Hinn nýji iPad kostar jafn mikið og fyrri kynslóðir spjaldtölvunnar eða 499 dollara. Eins og áður segir fer nýja spjaldtölvan í almenna sölu á morgun í Bandaríkjunum, Kanada og tíu öðrum löndum.
Tækni Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira