Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 20-26 Stefán Árni Pálsson í Digranesi skrifar 19. mars 2012 16:23 Haukar unnu öruggan sigur,26-20, á HK í Digranesinu í kvöld og eru því komnir í efsta sæti deildarinnar. Sigur gestanna var aldrei í hættu og voru þeir einfaldleika mikið betri aðilinn í leiknum. Heimir Óli Heimisson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 18 skot í markinu. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og voru gríðarlega ákveðnir. Lærisveinar Arons Kristjánssonar keyrði af miklum krafti í bakið á HK og refsuðu alltaf grimmilega. Fljótlega voru þeir komnir með sex marka forystu 10-4. Svipaður munur hélst á með liðunum út hálfleikinn og var staðan 14-9 þegar menn gengu til búningsherbergja. Heimamenn höfðu margt að ræða um í hálfleik og þurfti liðið að bæta leik sinn á öllum sviðum til að eiga möguleika þegar út í síðari hálfleikinn var komið. HK-ingar minnkuði strax muninn niður í þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og varð staðan allt í einu 15-12. Haukar tóku sig saman í andlitinu eftir þetta litla áhlaup HK og fóru aftur í gang. Gestirnir voru einfaldlega miklu betri aðilinn í leiknum í kvöld og náðu fljótlega aftur tókum á leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Hauka, 26-20, sem fóru við það í efsta sæti deildarinnar með 27 stig. HK er enn með 23 stig og þeirra bíða tveir algjörir úrslitaleikir um laust sæti í úrslitakeppninni.Vilhelm: Það gekk ekkert upp hjá okkur í kvöld „Við spiluðum illa varnarlega, illa sóknarlega og keyrðum illa upp völlinn," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, eftir tapið í kvöld. „Markvarslan var síðan bara eftir varnarleiknum og það gekk fátt upp í kvöld." „Jákvæðasti punkturinn var kannski að við töpuðum bara með sex mörkum en ekki tólf eins og það stefndi í." „Það eru bara tveir rosalegir úrslitaleikir eftir fyrir okkur og við verðum bara að vinna þá báða til að komast í úrslitakeppnina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Vilhelm hér að ofan.Aron: Stjórnuðum leiknum vel og gáfum fá færi á okkur „Ég er auðvita bara rosalega ánægður með sigurinn," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Vörnin var sterk allan leikinn sem og markvarslan. Við náðum að stjórna hraða leiksins vel og refsuðum nokkrum sinnum með hröðum sóknum." „Svona lengst af náðum við að spila flottan sóknarleik, fjölbreyttur og öflugur. Fengum góð mörk utan af velli og Heimir Óli var öflugur á línunni." Hægt er að sjá viðtalið við Aron með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Haukar unnu öruggan sigur,26-20, á HK í Digranesinu í kvöld og eru því komnir í efsta sæti deildarinnar. Sigur gestanna var aldrei í hættu og voru þeir einfaldleika mikið betri aðilinn í leiknum. Heimir Óli Heimisson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 18 skot í markinu. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og voru gríðarlega ákveðnir. Lærisveinar Arons Kristjánssonar keyrði af miklum krafti í bakið á HK og refsuðu alltaf grimmilega. Fljótlega voru þeir komnir með sex marka forystu 10-4. Svipaður munur hélst á með liðunum út hálfleikinn og var staðan 14-9 þegar menn gengu til búningsherbergja. Heimamenn höfðu margt að ræða um í hálfleik og þurfti liðið að bæta leik sinn á öllum sviðum til að eiga möguleika þegar út í síðari hálfleikinn var komið. HK-ingar minnkuði strax muninn niður í þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og varð staðan allt í einu 15-12. Haukar tóku sig saman í andlitinu eftir þetta litla áhlaup HK og fóru aftur í gang. Gestirnir voru einfaldlega miklu betri aðilinn í leiknum í kvöld og náðu fljótlega aftur tókum á leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Hauka, 26-20, sem fóru við það í efsta sæti deildarinnar með 27 stig. HK er enn með 23 stig og þeirra bíða tveir algjörir úrslitaleikir um laust sæti í úrslitakeppninni.Vilhelm: Það gekk ekkert upp hjá okkur í kvöld „Við spiluðum illa varnarlega, illa sóknarlega og keyrðum illa upp völlinn," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, eftir tapið í kvöld. „Markvarslan var síðan bara eftir varnarleiknum og það gekk fátt upp í kvöld." „Jákvæðasti punkturinn var kannski að við töpuðum bara með sex mörkum en ekki tólf eins og það stefndi í." „Það eru bara tveir rosalegir úrslitaleikir eftir fyrir okkur og við verðum bara að vinna þá báða til að komast í úrslitakeppnina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Vilhelm hér að ofan.Aron: Stjórnuðum leiknum vel og gáfum fá færi á okkur „Ég er auðvita bara rosalega ánægður með sigurinn," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Vörnin var sterk allan leikinn sem og markvarslan. Við náðum að stjórna hraða leiksins vel og refsuðum nokkrum sinnum með hröðum sóknum." „Svona lengst af náðum við að spila flottan sóknarleik, fjölbreyttur og öflugur. Fengum góð mörk utan af velli og Heimir Óli var öflugur á línunni." Hægt er að sjá viðtalið við Aron með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira