Button hafnar fingri Vettels Birgir Þór Harðarson skrifar 19. mars 2012 17:59 Button vonar að hann fái aðeins meiri æfingu í að gera merkið sitt, enda krefst það fullmótunar. nordicphotos/afp Jenson Button vann ástralska kappasturinn um helgina örugglega og kynnti fyrir áhorfendum sitt persónulega merki sem er einfaldlega bókstafurinn "W" sem einfaldlega stendur fyrir "win". Sebastian Vettel hafði gríðarlega yfirburði í mótum síðasta árs og á sitt eigið merki sem er einfaldlega vísifingur upp í loftið, merki fyrir fyrsta sætið. Button segist ætla að halda vísifingri Vettels í skefjum í mótum ársins. "Ég á eftir að fullkomna merkið mitt," sagði Button. "Ég er að gera ráð fyrir að fá þónokkra æfingu í næstu mótum. Við höfum ekki áhuga á fingri Vettels í ár og ég vona að við getum einfaldlega hafnað honum." Vettel brást vel við ásetningi Buttons og sagði fjölmiðlum hlæjandi: "Ég vil sigra og ég held að það sé ekki mjög langt þar til ég geri það aftur." Liðin pakka nú saman í Ástralíu og færa sig yfir til Malasíu þar sem keppt verður á Sepang brautinni rétt fyrir utan höfuðborg landsins, Kúala Lúmpúr. Vettel er sannfærður um að Red Bull liðið geti veitt McLaren jafn mikla, ef ekki meiri, samkeppni og í Ástralíu. "Það er enginn í vafa um að Jenson átti sigurinn í Ástralíu skilinn - við áttum ekki roð í hann - en leikurinn verður öðruvísi í Malasíu." Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button vann ástralska kappasturinn um helgina örugglega og kynnti fyrir áhorfendum sitt persónulega merki sem er einfaldlega bókstafurinn "W" sem einfaldlega stendur fyrir "win". Sebastian Vettel hafði gríðarlega yfirburði í mótum síðasta árs og á sitt eigið merki sem er einfaldlega vísifingur upp í loftið, merki fyrir fyrsta sætið. Button segist ætla að halda vísifingri Vettels í skefjum í mótum ársins. "Ég á eftir að fullkomna merkið mitt," sagði Button. "Ég er að gera ráð fyrir að fá þónokkra æfingu í næstu mótum. Við höfum ekki áhuga á fingri Vettels í ár og ég vona að við getum einfaldlega hafnað honum." Vettel brást vel við ásetningi Buttons og sagði fjölmiðlum hlæjandi: "Ég vil sigra og ég held að það sé ekki mjög langt þar til ég geri það aftur." Liðin pakka nú saman í Ástralíu og færa sig yfir til Malasíu þar sem keppt verður á Sepang brautinni rétt fyrir utan höfuðborg landsins, Kúala Lúmpúr. Vettel er sannfærður um að Red Bull liðið geti veitt McLaren jafn mikla, ef ekki meiri, samkeppni og í Ástralíu. "Það er enginn í vafa um að Jenson átti sigurinn í Ástralíu skilinn - við áttum ekki roð í hann - en leikurinn verður öðruvísi í Malasíu."
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira