Eftir dapran fyrri hálfleik rifu Framarar sig upp í þeim síðari og lögðu botnlið Gróttu af velli með þriggja marka mun, 23-26.
Fram er því enn í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Gróttumenn geta byrjað að undirbúa sig fyrir líf í 1. deildinni enda fallnir.
Grótta-Fram 23-26 (7-7)
Mörk Gróttu: Benedikt Reynir Kristinsson 5, Þráinn Orri Jónsson 5, Kristján Orri Jóhannsson 4, Jóhann Gísli Jóhannesson 3, Þorgrímur Smári Ólafsson 3, Ágúst Birgisson 2, Þórir Jökull Finnbogason 1.
Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 8, Róbert Aron Hostert 5, Stefán Baldvin Stefánsson 3, Jón Arnar Jónsson 2, Jóhann Karl Reynisson 2, Einar Rafn Eiðsson 2, Sigurður Eggertsson 2, Ingimundur Ingimundarson 2.
