Segir menn hafa höfðað til skyldu sinnar 4. mars 2012 18:30 Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að gefa áfram kost á sér í embætti forseta Íslands. Ólafur tilkynnti þessa ákvörðun í dag en hann útilokar ekki að hann láti af embætti á miðju kjörtímabili þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan og stjórnarfari landsins. Ólafur ákvað í síðustu viku að endurskoða ákvörðun sína um að hætta eftir að hafa tekið á móti undirskriftalista með tæplega þrjátíu og eitt þúsund áskorunum. Ólafur segir meðal annars að ríkjandi óvissa með stjórnskipan lýðveldisins og stöðu forsetans valdi því að hann hafi ákveðið að gefa áfram kost á sér. „Þá höfðuðu menn til þess að það væri á vissan hátt skylda mín, eins og margir orðuðu það, að fara þá ekki af velli við þessar aðstæður heldur skapa þau skilyrði ef það væri vilji þjóðarinnar að ég stæði þessa vakt í ljósi þessarar óvissu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „En jafnframt set ég þann fyrirvara skýrt fram í yfirlýsingunni að þegar óvissunni verður eytt - vonandi á næstu misserum eða innan örfárra ára - þá muni þjóðin sýna því skilning ef ég tel þá rétt með tilliti til þessara röksemda að sem beitt er nú að ég hverfi þá til annarra starfa áður en kjörtímabilinu er lokið og forsetakosningarnar færu þá fram fyrr en ella." Fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni skapi mikla óvissu um hlutverk forsetaembættisins í framtíðinni og erfitt sé fyrir forsetaframbjóðendur að ganga til kosninga undir þessum kringumstæðum. Ólafur segir að óvissan hafi aukist frá áramótum og aðstæður tekið verulegum breytingum. Ólafur vísar einnig til mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hann sjálfur hafi talað máli Íslands í viðtölum við erlenda fjölmiðla. „Við bjuggum hér auðvitað við ákveðið umsátur fyrstu mánuðina og misserin eftir að bankarnir hrundu og það tókst að komast út úr því umsátri og rétta stöðu Íslands við og margir telja málflutningur minn í samræmi við þessa miðla hafi hjálpað þar til." Forsetakosningar fara fram 30. júní næstkomandi. Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að gefa áfram kost á sér í embætti forseta Íslands. Ólafur tilkynnti þessa ákvörðun í dag en hann útilokar ekki að hann láti af embætti á miðju kjörtímabili þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan og stjórnarfari landsins. Ólafur ákvað í síðustu viku að endurskoða ákvörðun sína um að hætta eftir að hafa tekið á móti undirskriftalista með tæplega þrjátíu og eitt þúsund áskorunum. Ólafur segir meðal annars að ríkjandi óvissa með stjórnskipan lýðveldisins og stöðu forsetans valdi því að hann hafi ákveðið að gefa áfram kost á sér. „Þá höfðuðu menn til þess að það væri á vissan hátt skylda mín, eins og margir orðuðu það, að fara þá ekki af velli við þessar aðstæður heldur skapa þau skilyrði ef það væri vilji þjóðarinnar að ég stæði þessa vakt í ljósi þessarar óvissu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. „En jafnframt set ég þann fyrirvara skýrt fram í yfirlýsingunni að þegar óvissunni verður eytt - vonandi á næstu misserum eða innan örfárra ára - þá muni þjóðin sýna því skilning ef ég tel þá rétt með tilliti til þessara röksemda að sem beitt er nú að ég hverfi þá til annarra starfa áður en kjörtímabilinu er lokið og forsetakosningarnar færu þá fram fyrr en ella." Fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni skapi mikla óvissu um hlutverk forsetaembættisins í framtíðinni og erfitt sé fyrir forsetaframbjóðendur að ganga til kosninga undir þessum kringumstæðum. Ólafur segir að óvissan hafi aukist frá áramótum og aðstæður tekið verulegum breytingum. Ólafur vísar einnig til mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hann sjálfur hafi talað máli Íslands í viðtölum við erlenda fjölmiðla. „Við bjuggum hér auðvitað við ákveðið umsátur fyrstu mánuðina og misserin eftir að bankarnir hrundu og það tókst að komast út úr því umsátri og rétta stöðu Íslands við og margir telja málflutningur minn í samræmi við þessa miðla hafi hjálpað þar til." Forsetakosningar fara fram 30. júní næstkomandi.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira