Wenger telur 5% líkur á því að Arsenal komist áfram Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. mars 2012 11:30 Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Getty Images / Nordic Photos Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu. Sóknarleikur verður aðalmálið hjá Arsenal þar sem Robin van Persie verður helsta vopn Arsenal. Wenger vonast til þess að fyrirliði Arsenal verði í miklum ham í kvöld – og geti jafnvel endurtekið afrek Deportivo La Coruna. Fyrir átta árum tapaði spænska liðið 4-1 á útivelli gegn AC Milan sem hafði titil að verja í Meistaradeildinni á þeim tíma. Deportivo La Coruna vann síðari leikinn 4-0 á heimavelli og komst í undanúrslit keppninnar. „Það eru fimm prósent líkur á því að við komumst áfram," sagði Wenger við fréttamenn í gær. „Ef við skoðum úrslit síðustu ára þá er þetta staðreynd. Ég lifi ekki í draumaveröld og ég veit að staðan er ekki auðveld. Það sem skiptir máli er að við höfum trú á því að þetta sé hægt. Það eru margir sem efast um okkur, og það er mikilvægt að við deilum ekki þeirri skoðun. Við verðum að trúa því að við getum látið það ómögulega gerast," bætti Wenger við. „Andlegi þátturinn skiptir mestu máli. Við þurfum að verjast vel en í sóknarleiknum verðum við að taka áhættu," sagði Wenger og bendir á að Arsenal hafi skorað 12 mörk í síðustu tveimur deildarleikjum á heimavelli. Mikel Arteta, Aaron Ramsey, Yossi Benayoun, Francis Coquelin og Abou Diaby verða ekki í liði Arsenal í kvöld. Tomas Rosicky á við meiðsli að stríða í nára en hann ætlar sér samt sem áður að vera með. Allt bendir til þess að Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain verði á köntunum í liði Arsenal í kvöld, van Persie og Gervinho í framlínunni. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J tekur á móti gestum. Dagskráin í kvöld á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Benfica - Zenit St. Petersburg Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Arsenal - AC Milan Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 19:40 Birmingham - Chelsea FA bikarinn [Stöð 2 Sport 4] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - meistaramörkin Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] Meistaradeild Evrópu Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu. Sóknarleikur verður aðalmálið hjá Arsenal þar sem Robin van Persie verður helsta vopn Arsenal. Wenger vonast til þess að fyrirliði Arsenal verði í miklum ham í kvöld – og geti jafnvel endurtekið afrek Deportivo La Coruna. Fyrir átta árum tapaði spænska liðið 4-1 á útivelli gegn AC Milan sem hafði titil að verja í Meistaradeildinni á þeim tíma. Deportivo La Coruna vann síðari leikinn 4-0 á heimavelli og komst í undanúrslit keppninnar. „Það eru fimm prósent líkur á því að við komumst áfram," sagði Wenger við fréttamenn í gær. „Ef við skoðum úrslit síðustu ára þá er þetta staðreynd. Ég lifi ekki í draumaveröld og ég veit að staðan er ekki auðveld. Það sem skiptir máli er að við höfum trú á því að þetta sé hægt. Það eru margir sem efast um okkur, og það er mikilvægt að við deilum ekki þeirri skoðun. Við verðum að trúa því að við getum látið það ómögulega gerast," bætti Wenger við. „Andlegi þátturinn skiptir mestu máli. Við þurfum að verjast vel en í sóknarleiknum verðum við að taka áhættu," sagði Wenger og bendir á að Arsenal hafi skorað 12 mörk í síðustu tveimur deildarleikjum á heimavelli. Mikel Arteta, Aaron Ramsey, Yossi Benayoun, Francis Coquelin og Abou Diaby verða ekki í liði Arsenal í kvöld. Tomas Rosicky á við meiðsli að stríða í nára en hann ætlar sér samt sem áður að vera með. Allt bendir til þess að Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain verði á köntunum í liði Arsenal í kvöld, van Persie og Gervinho í framlínunni. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J tekur á móti gestum. Dagskráin í kvöld á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Benfica - Zenit St. Petersburg Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Arsenal - AC Milan Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 19:40 Birmingham - Chelsea FA bikarinn [Stöð 2 Sport 4] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - meistaramörkin Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport]
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Sjá meira