Wenger telur 5% líkur á því að Arsenal komist áfram Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. mars 2012 11:30 Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Getty Images / Nordic Photos Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu. Sóknarleikur verður aðalmálið hjá Arsenal þar sem Robin van Persie verður helsta vopn Arsenal. Wenger vonast til þess að fyrirliði Arsenal verði í miklum ham í kvöld – og geti jafnvel endurtekið afrek Deportivo La Coruna. Fyrir átta árum tapaði spænska liðið 4-1 á útivelli gegn AC Milan sem hafði titil að verja í Meistaradeildinni á þeim tíma. Deportivo La Coruna vann síðari leikinn 4-0 á heimavelli og komst í undanúrslit keppninnar. „Það eru fimm prósent líkur á því að við komumst áfram," sagði Wenger við fréttamenn í gær. „Ef við skoðum úrslit síðustu ára þá er þetta staðreynd. Ég lifi ekki í draumaveröld og ég veit að staðan er ekki auðveld. Það sem skiptir máli er að við höfum trú á því að þetta sé hægt. Það eru margir sem efast um okkur, og það er mikilvægt að við deilum ekki þeirri skoðun. Við verðum að trúa því að við getum látið það ómögulega gerast," bætti Wenger við. „Andlegi þátturinn skiptir mestu máli. Við þurfum að verjast vel en í sóknarleiknum verðum við að taka áhættu," sagði Wenger og bendir á að Arsenal hafi skorað 12 mörk í síðustu tveimur deildarleikjum á heimavelli. Mikel Arteta, Aaron Ramsey, Yossi Benayoun, Francis Coquelin og Abou Diaby verða ekki í liði Arsenal í kvöld. Tomas Rosicky á við meiðsli að stríða í nára en hann ætlar sér samt sem áður að vera með. Allt bendir til þess að Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain verði á köntunum í liði Arsenal í kvöld, van Persie og Gervinho í framlínunni. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J tekur á móti gestum. Dagskráin í kvöld á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Benfica - Zenit St. Petersburg Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Arsenal - AC Milan Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 19:40 Birmingham - Chelsea FA bikarinn [Stöð 2 Sport 4] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - meistaramörkin Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu. Sóknarleikur verður aðalmálið hjá Arsenal þar sem Robin van Persie verður helsta vopn Arsenal. Wenger vonast til þess að fyrirliði Arsenal verði í miklum ham í kvöld – og geti jafnvel endurtekið afrek Deportivo La Coruna. Fyrir átta árum tapaði spænska liðið 4-1 á útivelli gegn AC Milan sem hafði titil að verja í Meistaradeildinni á þeim tíma. Deportivo La Coruna vann síðari leikinn 4-0 á heimavelli og komst í undanúrslit keppninnar. „Það eru fimm prósent líkur á því að við komumst áfram," sagði Wenger við fréttamenn í gær. „Ef við skoðum úrslit síðustu ára þá er þetta staðreynd. Ég lifi ekki í draumaveröld og ég veit að staðan er ekki auðveld. Það sem skiptir máli er að við höfum trú á því að þetta sé hægt. Það eru margir sem efast um okkur, og það er mikilvægt að við deilum ekki þeirri skoðun. Við verðum að trúa því að við getum látið það ómögulega gerast," bætti Wenger við. „Andlegi þátturinn skiptir mestu máli. Við þurfum að verjast vel en í sóknarleiknum verðum við að taka áhættu," sagði Wenger og bendir á að Arsenal hafi skorað 12 mörk í síðustu tveimur deildarleikjum á heimavelli. Mikel Arteta, Aaron Ramsey, Yossi Benayoun, Francis Coquelin og Abou Diaby verða ekki í liði Arsenal í kvöld. Tomas Rosicky á við meiðsli að stríða í nára en hann ætlar sér samt sem áður að vera með. Allt bendir til þess að Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain verði á köntunum í liði Arsenal í kvöld, van Persie og Gervinho í framlínunni. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J tekur á móti gestum. Dagskráin í kvöld á Stöð 2 sport: 19:00 Þorsteinn J. og gestir - upphitun Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport] 19:30 Benfica - Zenit St. Petersburg Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport 3] 19:30 Arsenal - AC Milan Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport HD] [Stöð 2 Sport] 19:40 Birmingham - Chelsea FA bikarinn [Stöð 2 Sport 4] 21:45 Þorsteinn J. og gestir - meistaramörkin Meistaradeild Evrópu [Stöð 2 Sport]
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira