Benfica tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 2-0 heimasigur á rússneska liðinu Zenit St Petersburg. Zenit vann fyrri leikinn 3-2 og portúgalska liðið fór því áfram 4-3 samanlagt.
Bæði mörk Benfica komu í uppbótartíma. Maxi Pereira kom liðinu í 1-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks og það hefði nægt Benfica því liðið hefði þá farið áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.
Nélson Oliveira skoraði síðan seinna markið úr skyndisókn í uppbótartíma seinni hálfleiks þegar Rússarnir urðu að reyna að sækja jöfnunarmarkið.
Benfica átti sigurinn skilinn því liðið var mun betra í þessum leik og Zenit skapaði sér engin alvöru færi í þessum leik.
