Segir Geir ekki hafa haft beina aðkomu að Icesave-málinu 7. mars 2012 14:39 Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. MYND / GVA Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, svaraði aðspurður að það hefði aldrei verið farið fram á aðkomu Geirs H. Haarde að Icesave-málinu þegar unnið var að því að koma reikningunum í dótturfélag í Bretlandi á fyrri hluta ársins 2008. Þessu svaraði hann í Landsdómi þegar Andri Árnason spurði hvort það hefði verið farið fram á að Geir hefði bein afskipti af málinu. „Nei, svo var ekki, Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands voru með þetta mál á sínum herðum, og það var litið svo á að þar ætti það heima," svaraði Bolli Þór spurningunni í Landsómi. Bolli sagði ennfremur um aðdraganda Icesave málsins að fjármálaráðuneytið og viðskiptaráðuneytið hafi litið svo á að lágmarkstryggingar vegna innlánsreikninganna hefði verið tryggð. Viðskiptaráðuneytið leit svo á að lágmarkið væri í ríkisábyrgð að sögn Bolla, en Baldur Guðlaugsson, skólabróðir Bolla úr MR, var ekki sammála því mati, og leit svo á að lágmarkið væri ekki ríkistryggt. Bolli sagði ennfremur að breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefði farið fram úr sér sjálfum sér varðandi kröfur til Landsbankans, vegna Icesave, og rímar það við þá tilfinningu sem Geir lýsti í vitnisburði sínum, þar sem hann grunaði að breska ríkisstjórnin væri ekkert sérstaklega áfjáð í að fá Icesave-reikningana inn í sína lögsögu. Bolli segist að auki ekki hafa haft mikla trú á því að Landsbankinn væri "heill í því" að vilja færa Icesave inn í dótturfélag ásamt eignum á móti. Fréttir Landsdómur Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, svaraði aðspurður að það hefði aldrei verið farið fram á aðkomu Geirs H. Haarde að Icesave-málinu þegar unnið var að því að koma reikningunum í dótturfélag í Bretlandi á fyrri hluta ársins 2008. Þessu svaraði hann í Landsdómi þegar Andri Árnason spurði hvort það hefði verið farið fram á að Geir hefði bein afskipti af málinu. „Nei, svo var ekki, Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands voru með þetta mál á sínum herðum, og það var litið svo á að þar ætti það heima," svaraði Bolli Þór spurningunni í Landsómi. Bolli sagði ennfremur um aðdraganda Icesave málsins að fjármálaráðuneytið og viðskiptaráðuneytið hafi litið svo á að lágmarkstryggingar vegna innlánsreikninganna hefði verið tryggð. Viðskiptaráðuneytið leit svo á að lágmarkið væri í ríkisábyrgð að sögn Bolla, en Baldur Guðlaugsson, skólabróðir Bolla úr MR, var ekki sammála því mati, og leit svo á að lágmarkið væri ekki ríkistryggt. Bolli sagði ennfremur að breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefði farið fram úr sér sjálfum sér varðandi kröfur til Landsbankans, vegna Icesave, og rímar það við þá tilfinningu sem Geir lýsti í vitnisburði sínum, þar sem hann grunaði að breska ríkisstjórnin væri ekkert sérstaklega áfjáð í að fá Icesave-reikningana inn í sína lögsögu. Bolli segist að auki ekki hafa haft mikla trú á því að Landsbankinn væri "heill í því" að vilja færa Icesave inn í dótturfélag ásamt eignum á móti.
Fréttir Landsdómur Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira