Líkti íslensku bönkunum við Maddoff Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. mars 2012 17:35 Íslensku bankarnir voru með alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur. Það er því með ólíkindum að reikningar bankanna hafi verið með þeim hætti sem þeir voru sagði, Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands, fyrir Landsdómi í dag. Jón bar íslensku bankana saman við Bernie Maddoff sem situr í fangelsi í Bandaríkjunum grunaður um eitt mesta efnahagssvindl sögunnar. Hann hlaut 150 ára fangelsisdóm árið 2009. Jón sagði að Maddoff hefði haft einyrkja í að endurskoða reikninga sína. Íslensku bankarnir hafi hins vegar haft viðurkenndar alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur til að starfa fyrir sig. Jón sagði, líkt og önnur vitni hafa bent á í dóminum, að ekki hafi verið unnt að selja eignir bankanna á árinu 2008. Það hefði veikt eiginfjárstöðu þeirra að selja eignirnar í flýti. Eins og kunnugt er voru uppi umræður á árinu 2008 um að Kaupþing flytti starfsemi sína úr landi. Sigurður Einarsson ræddi þá stöðu meðal annars í fjölmiðlum. Jón efast um að þetta hefði gengið upp. „Ég efast um að Kaupþing hafi getað það – eða viljað það – því þá hefðu þeir þurft að sýna eignasafnið sitt. Þeir hefðu ekki getað það, " sagði Jón. Jón Sigurgeirsson var síðasta vitnið sem kom fyrir Landsdóm í dag, en þinghaldi lauk um hálfsexleytið. Á morgun koma svo Jón Þór Sturluson, fyrrverandi aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Jónína Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, fyrir dóminn. Auk þeirra koma svo Hreiðar Már Sigurðsson, Guðjón Rúnarsson, Rúnar Gumðundsson og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrir dóminn. Landsdómur Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Íslensku bankarnir voru með alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur. Það er því með ólíkindum að reikningar bankanna hafi verið með þeim hætti sem þeir voru sagði, Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands, fyrir Landsdómi í dag. Jón bar íslensku bankana saman við Bernie Maddoff sem situr í fangelsi í Bandaríkjunum grunaður um eitt mesta efnahagssvindl sögunnar. Hann hlaut 150 ára fangelsisdóm árið 2009. Jón sagði að Maddoff hefði haft einyrkja í að endurskoða reikninga sína. Íslensku bankarnir hafi hins vegar haft viðurkenndar alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur til að starfa fyrir sig. Jón sagði, líkt og önnur vitni hafa bent á í dóminum, að ekki hafi verið unnt að selja eignir bankanna á árinu 2008. Það hefði veikt eiginfjárstöðu þeirra að selja eignirnar í flýti. Eins og kunnugt er voru uppi umræður á árinu 2008 um að Kaupþing flytti starfsemi sína úr landi. Sigurður Einarsson ræddi þá stöðu meðal annars í fjölmiðlum. Jón efast um að þetta hefði gengið upp. „Ég efast um að Kaupþing hafi getað það – eða viljað það – því þá hefðu þeir þurft að sýna eignasafnið sitt. Þeir hefðu ekki getað það, " sagði Jón. Jón Sigurgeirsson var síðasta vitnið sem kom fyrir Landsdóm í dag, en þinghaldi lauk um hálfsexleytið. Á morgun koma svo Jón Þór Sturluson, fyrrverandi aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Jónína Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, fyrir dóminn. Auk þeirra koma svo Hreiðar Már Sigurðsson, Guðjón Rúnarsson, Rúnar Gumðundsson og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrir dóminn.
Landsdómur Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira