Bandarísku hönnuðurinn Marc Jacobs leggur áherslu á stóra hatta, litríka kjóla og kápur í haust- og vetrarlínu Louis Vuitton.
Eins og sjá má á myndunum sem teknar voru á sýningunni sem fram fór á tískuvikunni í París var sýningarpallurinn eins og lestarstöð þar sem einkennisklæddir töskuberar sáu um farangur fyrirsætanna.
