Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 31-28 | Akureyri í toppbaráttuna Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 8. mars 2012 18:30 Akureyri vann sinn fjórða leik í röð í N1 deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann þriggja marka sigur á HK í Höllinni á Akureyri. HK var fyrir leikinn búið að vinna báða deildarleiki liðanna í vetur. Akureyringar komust upp fyrir HK og upp í þriðja sætið með þessum sigri en norðanmenn eru búnir að vinna sjö af síðustu átta deildarleikjum sínum. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en í stöðunni 3-3 skildu leiðir. HK tók frumkvæðið og refsaði Akureyri fyrir öll mistök og skoruðu þrjú mörk í röð úr hraðaupphlaupum. HK komst í 4-8. Akureyri tók loksins við sér um miðbik hálfleiksins og náði að jafna leikinn á um 7 mínútum í 9-9. Aftur tók HK skrefið á undan og komst í 10-13. Staðan í hálfleik 12-14. Miklu munaði um að Sveinbjörn náði sér ekki á strik í marki Akureyrar, hann tók fimm skot á móti ellefu hjá Arnóri Frey kollega hans hinu megin. HK skoraði ein fimm mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik en það er óvanalegt að Akureyri spili svo slaka vörn. HK gerði vel í að refsa. Fyrir fimm vikum vann HK hér nyrðra eftir svipaðan fyrri hálfleik. Akureyringar ætluðu ekki að láta það sama gerast og jöfnuðu leikinn fljótlega. Jafnt var svo á öllum tölum þar til í stöðunni 21-21. Þá skoraði Akureyri þrjú mörk í röð og það var eins og liðið og áhorfendur fengju vítamínssprautu. Stemningin var öll Akureyrar-megin. Akureyri komst mest þremur mörkum yfir og vann að lokum 31-28. Geir var frábær í liði Akureyrar, hann skoraði átta mörk og dró vagninn á löngum köflum. Flottur leikur hjá honum. Bjarni skoraði níu og var drjúgur líka. Guðlaugur stýrði vörninni vel og Sveinbjörn átti flottan leik. Hjá HK skoraði Bjarki Már 8 mörk en Leó og Tandri fimm. Tandri kom sterkur inni í seinni hálfleik. Arnór varði ágætlega, alls 14 skot, en það dróg af honum undir lokin. Óskynsemi HK varð þeim að falli að mörgu leiti, þeir tóku rangar og illa ígrundaðar ákvarðanir í sókninni í lokin. Á meðan spilaði Akureyri flotta vörn og uppskar hraðaupphlaupin sem leikur liðsins byggist mikið á. Liðið skoraði 10 slík í kvöld en HK 12 sem gefur glögga mynd af hraða leiksins.Atli Hilmarsson: Lærðum af reynslunni "Við vorum slakir í vörn í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu og skoruðu án þess að við næðum svo mikið sem að trufla þá. Þeir skora einhver fimm hraðaupphlaupsmörk sem er mjög óvanalegt fyrir okkur að lenda í. Við vorum alltof seinir til baka." "En við spiluðum við þá fyrir nokkrum vikum og það var svipuð staða í hálfleik. Þá lentum við sjö eða átta mörkum undir. Við vorum minnugir þess og tókum bara eitt mark í einu. Við ætluðum að klára þá á tveimur mínútum þá en tókum okkur tíma í þetta núna. Við lærðum af reynslunni." "Við erum á góðu skriði núna en við erum ekkert komnir í úrslitakeppnina ennþá. En við erum á góðu róli og stemningin í hópnum er góð."Heimir: Stoltur af Geir "Ég er afskaplega stoltur af liðinu, sérstaklega Geir Guðmundssyni. Hann steig upp og sýndi pung í seinni hálfleiknum. Þetta er glæsilegt fyrir framhaldið hjá honum," sagði fyrirliðinn. "Ég er líka feyki ánægður með Gulla í vörninni. Hann var tveggja manna maki með mig á einum fæti við hliðina á sér. En liðsheildin var frábær, allir stigu upp og það hefur svolítið vantað. Það voru allir jafn fastir fyrir í vörn og sókn, svona á þetta að vera." "Þetta var kannski kaflaskipt. Oddur er að læra nýja stöðu og er að verða betri og betri. Svo er gaman að sjá Bubba svona klikkaðan í markinu," sagði Heimir og brosti áður en þeir Guðlaugur höltruðu saman og þökkuðu stuðningsmönnum fyrir góðan stuðning í kvöld.Tandri Konráðsson: Maður er aldrei sáttur með dómarana "Við byrjuðum vel en fórum afar illa með færin okkar. Þetta hefði getað endað hvoru megin sem var um miðjan seinni hálfleik en það var ýmislegt sem féll ekki með okkur í lokin." "Meðal annars nokkrir dómar," sagði Tandri en HK-menn kvörtuðu mikið í dómurunum undir lokin. "Maður er aldrei sáttur með dómarana," sagði Tandri og brosti. "Svona er þetta. Við unnum síðast hér en það vantaði skynsemi í okkar leik í lokin. Það er skemmtilegast að spila hérna, allir á móti manni og mikil stemning. Framundan eru fleiri bikarúrslitaleikir bara," sagði Tandri.Kristinn Guðmundsson: Sjálfum okkur verstir "Spilamennskan var góð á löngum köflum. En við slökuðum á í seinni hálfleik og það fóru of mikið af góðum færum í súginn, sérstaklega maður á mann." "Við vorum alltof lengi að keyra til baka og þeir skora mikið af hröðum mörkum. Þeir voru snöggir en við eigum samt að koma í veg fyrir þetta. Sveinbjörn hélt þeim inni í leiknum á löngum köflum en það vantaði ákveðin klókindi og skynsemi í okkar leik." "Við skoruðum eftir gott kerfi en svo líða þrjár sóknir áður en við tökum það kerfi aftur. Við vorum sjálfir okkur verstir. En við verðum bara að laga það sem miður fór og halda áfram, það er blóðug barátta framundan," sagði Kristinn. Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Sjá meira
Akureyri vann sinn fjórða leik í röð í N1 deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann þriggja marka sigur á HK í Höllinni á Akureyri. HK var fyrir leikinn búið að vinna báða deildarleiki liðanna í vetur. Akureyringar komust upp fyrir HK og upp í þriðja sætið með þessum sigri en norðanmenn eru búnir að vinna sjö af síðustu átta deildarleikjum sínum. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en í stöðunni 3-3 skildu leiðir. HK tók frumkvæðið og refsaði Akureyri fyrir öll mistök og skoruðu þrjú mörk í röð úr hraðaupphlaupum. HK komst í 4-8. Akureyri tók loksins við sér um miðbik hálfleiksins og náði að jafna leikinn á um 7 mínútum í 9-9. Aftur tók HK skrefið á undan og komst í 10-13. Staðan í hálfleik 12-14. Miklu munaði um að Sveinbjörn náði sér ekki á strik í marki Akureyrar, hann tók fimm skot á móti ellefu hjá Arnóri Frey kollega hans hinu megin. HK skoraði ein fimm mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik en það er óvanalegt að Akureyri spili svo slaka vörn. HK gerði vel í að refsa. Fyrir fimm vikum vann HK hér nyrðra eftir svipaðan fyrri hálfleik. Akureyringar ætluðu ekki að láta það sama gerast og jöfnuðu leikinn fljótlega. Jafnt var svo á öllum tölum þar til í stöðunni 21-21. Þá skoraði Akureyri þrjú mörk í röð og það var eins og liðið og áhorfendur fengju vítamínssprautu. Stemningin var öll Akureyrar-megin. Akureyri komst mest þremur mörkum yfir og vann að lokum 31-28. Geir var frábær í liði Akureyrar, hann skoraði átta mörk og dró vagninn á löngum köflum. Flottur leikur hjá honum. Bjarni skoraði níu og var drjúgur líka. Guðlaugur stýrði vörninni vel og Sveinbjörn átti flottan leik. Hjá HK skoraði Bjarki Már 8 mörk en Leó og Tandri fimm. Tandri kom sterkur inni í seinni hálfleik. Arnór varði ágætlega, alls 14 skot, en það dróg af honum undir lokin. Óskynsemi HK varð þeim að falli að mörgu leiti, þeir tóku rangar og illa ígrundaðar ákvarðanir í sókninni í lokin. Á meðan spilaði Akureyri flotta vörn og uppskar hraðaupphlaupin sem leikur liðsins byggist mikið á. Liðið skoraði 10 slík í kvöld en HK 12 sem gefur glögga mynd af hraða leiksins.Atli Hilmarsson: Lærðum af reynslunni "Við vorum slakir í vörn í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu og skoruðu án þess að við næðum svo mikið sem að trufla þá. Þeir skora einhver fimm hraðaupphlaupsmörk sem er mjög óvanalegt fyrir okkur að lenda í. Við vorum alltof seinir til baka." "En við spiluðum við þá fyrir nokkrum vikum og það var svipuð staða í hálfleik. Þá lentum við sjö eða átta mörkum undir. Við vorum minnugir þess og tókum bara eitt mark í einu. Við ætluðum að klára þá á tveimur mínútum þá en tókum okkur tíma í þetta núna. Við lærðum af reynslunni." "Við erum á góðu skriði núna en við erum ekkert komnir í úrslitakeppnina ennþá. En við erum á góðu róli og stemningin í hópnum er góð."Heimir: Stoltur af Geir "Ég er afskaplega stoltur af liðinu, sérstaklega Geir Guðmundssyni. Hann steig upp og sýndi pung í seinni hálfleiknum. Þetta er glæsilegt fyrir framhaldið hjá honum," sagði fyrirliðinn. "Ég er líka feyki ánægður með Gulla í vörninni. Hann var tveggja manna maki með mig á einum fæti við hliðina á sér. En liðsheildin var frábær, allir stigu upp og það hefur svolítið vantað. Það voru allir jafn fastir fyrir í vörn og sókn, svona á þetta að vera." "Þetta var kannski kaflaskipt. Oddur er að læra nýja stöðu og er að verða betri og betri. Svo er gaman að sjá Bubba svona klikkaðan í markinu," sagði Heimir og brosti áður en þeir Guðlaugur höltruðu saman og þökkuðu stuðningsmönnum fyrir góðan stuðning í kvöld.Tandri Konráðsson: Maður er aldrei sáttur með dómarana "Við byrjuðum vel en fórum afar illa með færin okkar. Þetta hefði getað endað hvoru megin sem var um miðjan seinni hálfleik en það var ýmislegt sem féll ekki með okkur í lokin." "Meðal annars nokkrir dómar," sagði Tandri en HK-menn kvörtuðu mikið í dómurunum undir lokin. "Maður er aldrei sáttur með dómarana," sagði Tandri og brosti. "Svona er þetta. Við unnum síðast hér en það vantaði skynsemi í okkar leik í lokin. Það er skemmtilegast að spila hérna, allir á móti manni og mikil stemning. Framundan eru fleiri bikarúrslitaleikir bara," sagði Tandri.Kristinn Guðmundsson: Sjálfum okkur verstir "Spilamennskan var góð á löngum köflum. En við slökuðum á í seinni hálfleik og það fóru of mikið af góðum færum í súginn, sérstaklega maður á mann." "Við vorum alltof lengi að keyra til baka og þeir skora mikið af hröðum mörkum. Þeir voru snöggir en við eigum samt að koma í veg fyrir þetta. Sveinbjörn hélt þeim inni í leiknum á löngum köflum en það vantaði ákveðin klókindi og skynsemi í okkar leik." "Við skoruðum eftir gott kerfi en svo líða þrjár sóknir áður en við tökum það kerfi aftur. Við vorum sjálfir okkur verstir. En við verðum bara að laga það sem miður fór og halda áfram, það er blóðug barátta framundan," sagði Kristinn.
Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Sjá meira