Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir hefur fundið sér félag en fótbolti.net segir frá því að hún hafi í dag verið kynnt sem leikmaður sænska liðsins Kristianstad á fréttamannafundi. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad og hjá liðinu spila íslensku landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir.
Katrín, sem er 25 ára miðjumaður, var að leita sér að liði síðan að ekkert varð að tímabilinu í Bandaríkjunum en hún var búin að semja við Philadelphia Independence. Katrín lék á síðasta tímabili með Orange County Waves í Kaliforníu.
Katrín er ekki að spila fyrir Kristianstad í fyrsta sinn á ferlinum því hún lék einnig með liðinu sumarið 2010 og var þá með 2 mörk í 8 leikjum.
Katrín var með íslenska kvennalandsliðinu á Algarve en meiddist á kálfa á æfingu eftir fyrsta leikinn og var ekkert með í síðustu þremur leikjum liðsins.
Katrín fer til Elísabetar | Samdi við Kristianstad
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn