Gosdrykkjaframleiðendurnir Coca Cola og Pepsi í Bandaríkjunum hafa ákveðið að breyta lítillega uppskriftum sínum að kóladrykkjum til að koma í veg fyrir að þurfa að merkja þá með krabbameinsviðvörun í Kaliforníu.
Um er að ræða karamellulitarefni sem tekið verður úr uppskriftunum en tilraunir á músum hafa leitt í ljós að efnið geti verið krabbameinsvaldandi. Því ákváðu heilbrigðisyfirvöld í Kaliforníu að bæta þessu efni, kallað 4-Mei, á lista yfir krabbameinsvaldandi efni.
Í framhaldi af því ákváðu Coca Cola og Pepsi að taka litarefnið úr kóladrykkjum sínum um allan heim.
Coca Cola og Pepsi breyta uppskriftum sínum

Mest lesið



„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“
Viðskipti erlent

Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón
Viðskipti innlent


Ráðinn forstjóri Arctic Fish
Viðskipti innlent

„Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“
Viðskipti innlent

Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja
Viðskipti innlent