Ökumenn Red Bull liðsins í Formúlu 1 munu hafa jafna stöðu í mótum ársins. Þetta sagði Dietrich Matesichitz eigandi Red Bull.
Þeir Sebastian Vettel og Mark Webber munu því ekki þurfa að sæta liðskipunum þegar Red Bull hefur titilvörn sína í sumar. Webber kvartaði mikið yfir því í fyrra hversu mikla athygli Vettel hlaut frá liðinu.
"Það er enn rúm fyrir framför," sagði Matesichitz spurður um viðhorf liðsins til liðsskipana. "Þeir byrja aftur á núllpunkti í byrjun ársins og hafa því jöfn tækifæri innan liðsins."
"Það verður áhugavert að sjá hvernig Vettel kemur til baka eftir yfirburði síðasta árs og hvernig Webber ætlar að bregðast við," sagði Matesichitz.
Engar liðskipanir hjá Red Bull í sumar
