Vettel fljótastur á æfingum dagsins í Barcelona Birgir Þór Harðarson skrifar 21. febrúar 2012 22:47 Vettel var fljótastur í dag á RB8 bílnum. Nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra á æfingum í Barcelona í dag. Alls tóku ellevu lið þátt á þessum fyrsta degi æfinga í Barcelona. Vettel setti besta tíma morgunsins sem hann svo bætti síðdegis þegar skilyrði voru betri. Annar var Nico Hulkenberg á Force India og þriðji Lewis Hamilton á McLaren. Flest liðin ákváðu að reyna á akstursþol bílanna í dag. Mercedes frumsýndi nýja bílinn sinn í morgun áður en æfingarnar hófust og var Michael Schumacher ökumaður liðsins í dag. Hann varð sjötti á eftir Daniel Ricciardo á Torro Rosso og Fernando Alonso á Ferrari. Það sem bar hæst í dag var hversu fáa hringi Lotus liðið náði að aka en ökumaður þeirra í dag, franski nýliðinn Roman Grosjean kvartaði undan keppnisbíl sínum. Ekki er um sama bíl að ræða og liðið ók á Jerez-brautinni fyrr í mánuðinum þar sem Kimi Raikkönen var fljótastur í hinum Lotus bílnum. Um kvöldmatarleitið gaf Lotus út að þeir myndu ekki taka frekari þátt í æfingunum í Barcelona. Æft verður aftur í Barcelona á morgun og aftur á fimmtudag og föstudag. Formúla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra á æfingum í Barcelona í dag. Alls tóku ellevu lið þátt á þessum fyrsta degi æfinga í Barcelona. Vettel setti besta tíma morgunsins sem hann svo bætti síðdegis þegar skilyrði voru betri. Annar var Nico Hulkenberg á Force India og þriðji Lewis Hamilton á McLaren. Flest liðin ákváðu að reyna á akstursþol bílanna í dag. Mercedes frumsýndi nýja bílinn sinn í morgun áður en æfingarnar hófust og var Michael Schumacher ökumaður liðsins í dag. Hann varð sjötti á eftir Daniel Ricciardo á Torro Rosso og Fernando Alonso á Ferrari. Það sem bar hæst í dag var hversu fáa hringi Lotus liðið náði að aka en ökumaður þeirra í dag, franski nýliðinn Roman Grosjean kvartaði undan keppnisbíl sínum. Ekki er um sama bíl að ræða og liðið ók á Jerez-brautinni fyrr í mánuðinum þar sem Kimi Raikkönen var fljótastur í hinum Lotus bílnum. Um kvöldmatarleitið gaf Lotus út að þeir myndu ekki taka frekari þátt í æfingunum í Barcelona. Æft verður aftur í Barcelona á morgun og aftur á fimmtudag og föstudag.
Formúla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira