Norður-Írinn Rory McIlroy tryggði sér sæti í átta manna úrslitum Heimsmótsins í golfi í gær eftir sigur á Spánverjanum Miguel Angel Jimenez. McIlroy mætir San-Moon Bae frá Suður-Kóreu í dag.
McIlroy hefur spilað frábært golf í Tucson í Arizona fylki í Bandaríkjunum undanfarna daga. Takist hinum 22 ára kylfingi að fara alla leið tryggir hann sér efsta sæti heimslistans á kostnað Englendingsins Luke Donald sem vann mótið í fyrra.
Þessir mætast í átta manna úrslitum í dag:
Peter Hanson (Svíþjóð) gegn Mark Wilson (Bandaríkin)
Matt Kuchar (Bandaríkin) gegn Hunter Mahan (Bandaríkin)
Rory McIlroy (Norður-Írland) gegn Bae Sang-Moon (Suður-Kórea)
Lee Westwood (England) gegn Martin Laird (Skotland)

