McIlroy mætir Westwood í undanúrslitum á Heimsmótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 11:00 Westwood slær úr sandinum í stórkostlegu umhverfi á Dave Mountain vellinum. Nordic Photos / Getty Images Norður-Írinn Rory McIlroy og Englendingurinn Lee Westwood sigruðu andstæðinga sína sannfærandi á Heimsmótinu í golfi í Arizona í Bandaríkjunum. Bretarnir mætast í undanúrslitum í dag. McIlroy sigraði Suður-Kóreumanninn Sang-Moon Bae en Westwood lagði Skotann Martin Laird. Báðum einvígjunum lauk eftir 16. holu þegar McIlroy og Westwood höfðu þriggja holu forskot. Hart verður barist í einvígi Bretanna í dag McIlroy vermir annað sæti heimslistans en Westwood það þriðja. Takist öðrum þeirra að fara alla leið í keppninni tryggir sá sér efsta sæti heimslistans á kostnað Englendingsins Luke Donald sem féll úr keppni í fyrstu umferð. Hinn 22 ára McIlroy yrði langyngsti sigurvegari mótsins frá upphafi. Tiger Woods á þann titil en hann vann keppnina árið 2003 þegar hann var 27 ára. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Bandaríkjamennirnir Mark Wilson og Hunter Mahan. Mahan fór illa með landa sinn Matt Kuchar en viðureigninni lauk eftir aðeins þrettán holur. Mark Wilson lagði Svíann Peter Hanson. Keppninni lauk á 15. holu þegar Svíinn hafði fjögurra holu forystu. Undanúrslitaviðureignirnar fara fram snemma dags í Arizona (eftir hádegi að íslenskum tíma). Úrlitaviðureignin fer fram um kvöldið (aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma). Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy og Englendingurinn Lee Westwood sigruðu andstæðinga sína sannfærandi á Heimsmótinu í golfi í Arizona í Bandaríkjunum. Bretarnir mætast í undanúrslitum í dag. McIlroy sigraði Suður-Kóreumanninn Sang-Moon Bae en Westwood lagði Skotann Martin Laird. Báðum einvígjunum lauk eftir 16. holu þegar McIlroy og Westwood höfðu þriggja holu forskot. Hart verður barist í einvígi Bretanna í dag McIlroy vermir annað sæti heimslistans en Westwood það þriðja. Takist öðrum þeirra að fara alla leið í keppninni tryggir sá sér efsta sæti heimslistans á kostnað Englendingsins Luke Donald sem féll úr keppni í fyrstu umferð. Hinn 22 ára McIlroy yrði langyngsti sigurvegari mótsins frá upphafi. Tiger Woods á þann titil en hann vann keppnina árið 2003 þegar hann var 27 ára. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Bandaríkjamennirnir Mark Wilson og Hunter Mahan. Mahan fór illa með landa sinn Matt Kuchar en viðureigninni lauk eftir aðeins þrettán holur. Mark Wilson lagði Svíann Peter Hanson. Keppninni lauk á 15. holu þegar Svíinn hafði fjögurra holu forystu. Undanúrslitaviðureignirnar fara fram snemma dags í Arizona (eftir hádegi að íslenskum tíma). Úrlitaviðureignin fer fram um kvöldið (aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma).
Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira