Sundmennirnir Erla Dögg Haraldsdóttir, Birkir Már Jónsson, Árni Már Árnason og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir kepptu í deildarkeppnum með háskólum sínum í Bandaríkjunum nú um helgina þar sem Árni Már og Jóhanna Gerða fóru mikinn.
Jóhanna Gerða keppti í Sun Belt mótaröðinni sem fram fór í Rockwall í Texas og vann allar sína greinar, 200 jarda fjórsund, 200 jarda skriðsund og 200 jarda baksund á 1 mínútu 54 sekúndum og 40 sekúndubrotum sem er 13. besti tími ársins í Bandaríkjunum.
Jóhanna tryggði sér þátttökurétt í NCAA mótinu sem fram fer eftir tvær vikur og hún setti fjögur skólamet, tvö mótsmet og tvö SGC met. Hún var jafnframt valinn sundamaður ársins í Sun Belt mótaröðinni. Randy Horner þjálfari Jóhönnu var auk þess valinn þjálfari ársins í mótaröðinni.
Árni Már setti þrjú skólamet fyrir Old Dominion háskólann og var útnefndur sundmaður ársins í sinni mótaröð.
Jóhanna og Árni að gera það gott
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn


