Papademos varar við efnahagshamförum ef neyðarlán fást ekki 11. febrúar 2012 01:09 Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, stendur í ströngu þessa dagana. Gríska þingið og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja eiga enn eftir að samþykkja aðgerðaáætlun um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda til þess að Grikkland geti fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fimm ráðherrar í ríkisstjórn Lucas Papademos forsætisráðherra sögðu af sér í dag vegna ágreinings um nýja ríkisfjármálaáætlun landsins, en viðræður vegna hennar hafa staðið yfir í meira en tvo mánuði. Aðgerðirnar eru afar róttækar og felast m.a. í uppsögn á fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum, lækkun lægstu launa um ríflega 20 prósent, úr 751 evrum á mánuði, þ.e. liðlega 120 þúsund krónum, í 600 evrur, eða 95 þúsund, og síðan endurbótum á lífeyriskerfi landsins. Þær fela m.a. í sér fimmtán prósent lækkun á lífeyrisgreiðslum. Þessar aðgerðir koma allar til viðbótar við aðrar aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til, sem reynt hafa mjög á almenning. Þannig hefur þrívegis verið gripið til allsherjarverkfalls í landinu á undanförnum níu mánuðum. Takist að ná þessum aðgerðum í gegn eru lánadrottnar tilbúnir að semja um niðurfellingu á skuldum landsins, líklega allt að helmingi. Takist það ekki býður landsins fátt annað en gjaldþrot, að því er fram kemur í fréttaskýringum helstu alþjóðafjölmiðla heimsins í kvöld, þar á meðal breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal. Papademos varaði þingmenn við því að berjast heiftarlega gegn þessari áætlun þar sem það gæti leitt til „stjórnlausrar efnahagsupplausnar" í Grikklandi og Evrópu, og einnig til „félagslegrar upplausnar". Hann sagði ennfremur að Grikkir hefðu ekkert val, þetta væri úrslitastund. Leiðin væri fær og þingmenn yrðu að hafa trú á því. Mariliza Xenogiannakopoulou, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra í dag, sagði skilyrðin fyrir neyðarláninu vera niðurlægjandi fyrir Grikki. Ekkert réttlætti þessar aðgerðir sem gætu í versta falli lagt Grikkland í rúst. Tveggja sólarhringa allsherjarverkfall hófst í Grikklandi í dag þar sem mótmælendur, þar af margir sem eru í stéttarfélögum verkafólks, slógust við lögreglumenn og óeirðasveitir. Það mun ráðast á næstu vikum hvort fyrrnefnd aðgerðaáætlun verður samþykkt eða ekki, en sökum þess hve atburðarásin getur breyst fljótt, er að erfitt að segja með vissu hvenær það gæti verið. Tæplega 14,5 milljarðar evra falla á gjalddaga 20. mars nk. hjá Grikkjum og miða aðgerðir við að endurfjármögnun verði lokið fyrir þann tíma, sem og pólitísk stefnumörkun í ríkisfjármálum sem kröfuhafar landsins geta sætt sig við. Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gríska þingið og fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja eiga enn eftir að samþykkja aðgerðaáætlun um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda til þess að Grikkland geti fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fimm ráðherrar í ríkisstjórn Lucas Papademos forsætisráðherra sögðu af sér í dag vegna ágreinings um nýja ríkisfjármálaáætlun landsins, en viðræður vegna hennar hafa staðið yfir í meira en tvo mánuði. Aðgerðirnar eru afar róttækar og felast m.a. í uppsögn á fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum, lækkun lægstu launa um ríflega 20 prósent, úr 751 evrum á mánuði, þ.e. liðlega 120 þúsund krónum, í 600 evrur, eða 95 þúsund, og síðan endurbótum á lífeyriskerfi landsins. Þær fela m.a. í sér fimmtán prósent lækkun á lífeyrisgreiðslum. Þessar aðgerðir koma allar til viðbótar við aðrar aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til, sem reynt hafa mjög á almenning. Þannig hefur þrívegis verið gripið til allsherjarverkfalls í landinu á undanförnum níu mánuðum. Takist að ná þessum aðgerðum í gegn eru lánadrottnar tilbúnir að semja um niðurfellingu á skuldum landsins, líklega allt að helmingi. Takist það ekki býður landsins fátt annað en gjaldþrot, að því er fram kemur í fréttaskýringum helstu alþjóðafjölmiðla heimsins í kvöld, þar á meðal breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal. Papademos varaði þingmenn við því að berjast heiftarlega gegn þessari áætlun þar sem það gæti leitt til „stjórnlausrar efnahagsupplausnar" í Grikklandi og Evrópu, og einnig til „félagslegrar upplausnar". Hann sagði ennfremur að Grikkir hefðu ekkert val, þetta væri úrslitastund. Leiðin væri fær og þingmenn yrðu að hafa trú á því. Mariliza Xenogiannakopoulou, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra í dag, sagði skilyrðin fyrir neyðarláninu vera niðurlægjandi fyrir Grikki. Ekkert réttlætti þessar aðgerðir sem gætu í versta falli lagt Grikkland í rúst. Tveggja sólarhringa allsherjarverkfall hófst í Grikklandi í dag þar sem mótmælendur, þar af margir sem eru í stéttarfélögum verkafólks, slógust við lögreglumenn og óeirðasveitir. Það mun ráðast á næstu vikum hvort fyrrnefnd aðgerðaáætlun verður samþykkt eða ekki, en sökum þess hve atburðarásin getur breyst fljótt, er að erfitt að segja með vissu hvenær það gæti verið. Tæplega 14,5 milljarðar evra falla á gjalddaga 20. mars nk. hjá Grikkjum og miða aðgerðir við að endurfjármögnun verði lokið fyrir þann tíma, sem og pólitísk stefnumörkun í ríkisfjármálum sem kröfuhafar landsins geta sætt sig við.
Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira