Njarðvík og Haukar unnu góða sigra í Iceland Express-deild karla í kvöld. Haukar fylgdu þar með eftir góðum sigri á Keflavík á fimmtudagskvöldið.
Haukarnir höfðu betur gegn Fjölni í Grafarvoginum í kvöld, 79-68, á meðan að Njarðvíkingar skelltu Snæfellingum á heimavelli, 88-78.
Emil Barja var öflugur í liði Hauka og skoraði sextán stig. Hayward Fain kom næstur með fjórtán stig en hann tók fjórtán fráköst þar að auki. Haukar byrjuðu mun betur og höfðu nítján stiga forystu í háflleik, 46-27.
Njarðvíkingar voru sterkari á lokakaflanum gegn Snæfelli í kvöld og unnu fjórða leikhlutann með 23 stigum gegn fjórtán. Cameron Echols fór á kostum og skoraði 41 stig og tók sextán fráköst. Travis Holmes kom næstur með 29 stig.
Hjá Snæfelli var Quincy Hankins-Cole stigahæstur með átján stig en hann tók að auki þrettán fráköst.
Fjölnir-Haukar 68-79 (14-27, 13-19, 19-15, 22-18)
Fjölnir: Calvin O'Neal 20/7 fráköst, Nathan Walkup 17/15 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 14, Jón Sverrisson 8/5 fráköst, Daði Berg Grétarsson 6, Hjalti Vilhjálmsson 3.
Haukar: Emil Barja 16/4 fráköst, Hayward Fain 14/13 fráköst, Örn Sigurðarson 12/5 fráköst, Christopher Smith 11/10 fráköst, Helgi Björn Einarsson 10/7 fráköst, Steinar Aronsson 5, Alik Joseph-Pauline 4, Davíð Páll Hermannsson 4, Haukur Óskarsson 3.
Njarðvík-Snæfell 88-78 (24-18, 22-21, 19-25, 23-14)
Njarðvík: Cameron Echols 41/16 fráköst, Travis Holmes 29/4 fráköst/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 8, Páll Kristinsson 4/6 fráköst, Elvar Már Friðriksson 2/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 2/5 stoðsendingar, Óli Ragnar Alexandersson 2/6 stoðsendingar.
Snæfell: Quincy Hankins-Cole 18/13 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 17/4 fráköst, Marquis Sheldon Hall 16, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 6, Ólafur Torfason 5/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 4, Óskar Hjartarson 3.
Njarðvík vann Snæfell | Haukar á sigurbraut
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn






Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn
Fleiri fréttir
