Akureyringinn Bjarni Fritzson var valinn besti leikmaður annars hluta N1-deildar karla. Bjarni fór fyrir liði Akureyrar í umferðinni sem náði bestum árangri allra liða.
Tímabilið byrjaði illa hjá Akureyringum en Atli Hilmarsson hefur náð að rífa sitt lið upp og var valinn besti þjálfarinn.
Lið umferðarinnar:
Markvörður: Daníel Freyr Andrésson, FH
Vinstra horn: Freyr Brynjarsson, Haukar
Vinstri skytta: Anton Rúnarsson, Valur
Miðjumaður: Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK
Hægri skytta: Örn Ingi Bjarkason, FH
Hægra horn: Bjarni Fritzson, FH
Línumaður: Atli Ævar Ingólfsson, HK
Besti leikmaður: Bjarni Fritzson, Akureyri
Besti varnarmaður: Vilhelm Gauti Bergsveinsson, Akureyri
Besti þjálfarinn: Atli Hilmarsson, Akureyri
Besta umgjörð: Akureyri
Bestu dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
