Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Akureyri 25-29 Stefán Hirst Friðriksson á Seltjarnarnesi skrifar 16. febrúar 2012 18:15 Mynd/Vilhelm Akureyri vann í kvöld góðan fjögurra marka sigur, 25-29 á botnliði Gróttu í N1-deildinni á Seltjarnarnesi. Gróttumenn stríddu Akureyringum lengi vel en reynsla og gæði Akureyringa landaði þeim sigrinum að lokum. Leikurinn var nokkuð daufur á upphafsmínútunum og var mikið um tæknifeila hjá báðum liðum. Jafnræði var þó með á liðunum í hálfleiknum en Akureyringar voru þó alltaf skrefinu framar. Akureyringar gáfu í undir lok hálfleiksins og skoruðu þeir síðustu fjögur mark hans og leiddu 10-14, þegar flautað var til leikhlés. Síðari hálfleikurinn byrjaði eins og þeim fyrri lauk og voru Akureyringar með undirtökin á vellinum. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörk hálfleiksins og voru komnir með örugga forystu snemma í hálfleiknum. Það var svo ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleikinn sem Gróttumenn spýttu í lófana. Kveikjan að því var rautt spjald sem Hörður Fannar Sigþórsson, leikmaður Akureyringa fékk fyrir ljótt brot. Gróttumenn efldust við rauða spjaldið og við tók langbesti kafli þeirra í leiknum. Þeim tókst með frábærri baráttu og eljusemi að skera jafnt og þétt á forystu Akureyringa og voru þeir búnir að jafna leikinn þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af leiknum. Gróttumenn komust þó ekki lengra því að við tók góður lokakafli Akureyringa þar sem reynsla og gæði liðsins komu bersýnilega í ljós. Sá kafli dugði Akureyringum en þeir unnu fjögurra marka sigur. Oddur Grétarsson, leikmaður Akureyri skoraði 11 mörk fyrir sína menn og átti stórleik. Einnig voru þeir Bjarni Fritzsson og Daníel Einarsson öflugir í liði Akureyringa. Hjá Gróttu fór Þorgrímur Smári Ólafsson fyrir sínum mönnum en hann skoraði 6 mörk. Einnig ber að nefna frammistöðu hornamannsins unga, Vilhjálms Geirs Haukssonar en hann sýndi lipra takta og skoraði 4 mörk fyrir heimamenn. Markvarslan var undir pari í leiknum en Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyringa varði tíu bolta á meðan Lárus Helgi Ólafsson í liði Gróttu varði níu. Þorgrímur Smári: Jákvæðir punktar í þessu hjá okkurMynd/Vilhelm„Þetta var flottur leikur hjá okkur í fimmtíu mínútur. Það voru svona fimm mínútur í hvorum hálfleik sem voru okkur dýrkeyptar í þessum leik. Það vantar reynsluna í okkar lið til þess að klára svona leiki á fullu tempói. Við verðum að fækka slæmu köflunum og þá kemur þetta hjá okkur," sagði Þorgrímur Smári. „Við verðum að reyna að hætta þessum einstaklingsframtökum og spila meira sem lið. Við erum búnir að vera að reyna að skjóta meira á markið og við skorum 25 mörk hér í dag sem er með því mesta í vetur hjá okkur. Vörnin er einnig öll að koma til þannig að það eru jákvæðir punktar í þessu," sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Gróttu að lokum. Oddur: Er að komast í gang afturMynd/Vilhelm„Þetta var erfiður leikur hérna í kvöld. Við vorum lengi af stað og náðum okkur í rauninni aldrei almennilega á strik. Það var einhver deyfð yfir þessu hjá okkur, engin stemmning í húsinu og við þurftum að rífa okkur sjálfir í gang. Við náðum þessum tveimur til þremur ágætu köflum í leiknum en þeir gerðu útslagið fyrir okkur," sagði Oddur. Oddur spilaði virkilega vel eftir tiltölulega dapurt gengi að undanförnu og var hann ánægður með sína frammistöðu í leiknum „Þetta gekk vel í dag. Ég er búinn að vera í smá lægð, náttúrulega búinn að vera að spila nýja stöðu og svona en ég er allur að koma til. Ég er að finna mig bara nokkuð vel á miðjunni," „Þetta voru tvö gríðarlega mikilvæg stig fyrir okkur erum við bara ánægðir með sigurinn. Við stefnum að sjálfsögðu á úrslitakeppnina og eru þessi sigur því bara ánægjulegur," sagði Oddur Grétarsson, leikmaður Akureyri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Sjá meira
Akureyri vann í kvöld góðan fjögurra marka sigur, 25-29 á botnliði Gróttu í N1-deildinni á Seltjarnarnesi. Gróttumenn stríddu Akureyringum lengi vel en reynsla og gæði Akureyringa landaði þeim sigrinum að lokum. Leikurinn var nokkuð daufur á upphafsmínútunum og var mikið um tæknifeila hjá báðum liðum. Jafnræði var þó með á liðunum í hálfleiknum en Akureyringar voru þó alltaf skrefinu framar. Akureyringar gáfu í undir lok hálfleiksins og skoruðu þeir síðustu fjögur mark hans og leiddu 10-14, þegar flautað var til leikhlés. Síðari hálfleikurinn byrjaði eins og þeim fyrri lauk og voru Akureyringar með undirtökin á vellinum. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörk hálfleiksins og voru komnir með örugga forystu snemma í hálfleiknum. Það var svo ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleikinn sem Gróttumenn spýttu í lófana. Kveikjan að því var rautt spjald sem Hörður Fannar Sigþórsson, leikmaður Akureyringa fékk fyrir ljótt brot. Gróttumenn efldust við rauða spjaldið og við tók langbesti kafli þeirra í leiknum. Þeim tókst með frábærri baráttu og eljusemi að skera jafnt og þétt á forystu Akureyringa og voru þeir búnir að jafna leikinn þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af leiknum. Gróttumenn komust þó ekki lengra því að við tók góður lokakafli Akureyringa þar sem reynsla og gæði liðsins komu bersýnilega í ljós. Sá kafli dugði Akureyringum en þeir unnu fjögurra marka sigur. Oddur Grétarsson, leikmaður Akureyri skoraði 11 mörk fyrir sína menn og átti stórleik. Einnig voru þeir Bjarni Fritzsson og Daníel Einarsson öflugir í liði Akureyringa. Hjá Gróttu fór Þorgrímur Smári Ólafsson fyrir sínum mönnum en hann skoraði 6 mörk. Einnig ber að nefna frammistöðu hornamannsins unga, Vilhjálms Geirs Haukssonar en hann sýndi lipra takta og skoraði 4 mörk fyrir heimamenn. Markvarslan var undir pari í leiknum en Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyringa varði tíu bolta á meðan Lárus Helgi Ólafsson í liði Gróttu varði níu. Þorgrímur Smári: Jákvæðir punktar í þessu hjá okkurMynd/Vilhelm„Þetta var flottur leikur hjá okkur í fimmtíu mínútur. Það voru svona fimm mínútur í hvorum hálfleik sem voru okkur dýrkeyptar í þessum leik. Það vantar reynsluna í okkar lið til þess að klára svona leiki á fullu tempói. Við verðum að fækka slæmu köflunum og þá kemur þetta hjá okkur," sagði Þorgrímur Smári. „Við verðum að reyna að hætta þessum einstaklingsframtökum og spila meira sem lið. Við erum búnir að vera að reyna að skjóta meira á markið og við skorum 25 mörk hér í dag sem er með því mesta í vetur hjá okkur. Vörnin er einnig öll að koma til þannig að það eru jákvæðir punktar í þessu," sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Gróttu að lokum. Oddur: Er að komast í gang afturMynd/Vilhelm„Þetta var erfiður leikur hérna í kvöld. Við vorum lengi af stað og náðum okkur í rauninni aldrei almennilega á strik. Það var einhver deyfð yfir þessu hjá okkur, engin stemmning í húsinu og við þurftum að rífa okkur sjálfir í gang. Við náðum þessum tveimur til þremur ágætu köflum í leiknum en þeir gerðu útslagið fyrir okkur," sagði Oddur. Oddur spilaði virkilega vel eftir tiltölulega dapurt gengi að undanförnu og var hann ánægður með sína frammistöðu í leiknum „Þetta gekk vel í dag. Ég er búinn að vera í smá lægð, náttúrulega búinn að vera að spila nýja stöðu og svona en ég er allur að koma til. Ég er að finna mig bara nokkuð vel á miðjunni," „Þetta voru tvö gríðarlega mikilvæg stig fyrir okkur erum við bara ánægðir með sigurinn. Við stefnum að sjálfsögðu á úrslitakeppnina og eru þessi sigur því bara ánægjulegur," sagði Oddur Grétarsson, leikmaður Akureyri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Sjá meira