Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan og sænska landsliðsins í fótbolta, er í takt við tímann og tilbúinn að nýta sér nýjustu tæknina til að koma feikivinsælli ævisögu sinni á framfæri.
Ibrahimovic hefur nú gefið út bók sína sem forrit fyrir iPad spjaldtölvuna en forritið byggir á ævisögunni sem sænski framherjinn gaf út á síðasta ári. Bókin hefur þegar selst í hálfri milljón eintaka og þar lætur hann allt flakka á sinn einstaka hátt.
Forritið heitir "I am Zlatan Ibrahimovic" eða "Ég er Zlatan Ibrahimovic" og er fyrsta ævisögu-forritið í heiminum. Kaupendur á "appinu" geta auk útgáfu af bókinni náð þarna í myndbönd með flottustu tilþrifum kappans, yfirlit yfir glæsilega tölfræði ferilsins hans sem og að skoða sjónvarpsviðtal við Zlatan.
Rúsínan í pylsuendanum er síðan yfirlit yfir öll húðflúr kappans en það er dágóður listi. "Appið" kostar 139 krónur sænskar eða 2.562 íslenskar krónur.
Ævisaga Zlatan Ibrahimovic nú í boði sem forrit fyrir iPad
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
