Bandaríski kylfingurinn John Daly náði sér loksins á strik á golfvellinum en hann endaði í fjórða sæti á Katar meistaramótinu sem lauk um helgina. Daly er ekki með keppnisrétt á PGA eða Evrópumótaröðinni og hefur hann stólað á að vera boðið á mótin af styrktaraðilum. Það verður einhver bið á því að Daly leiki á ný í Ástralíu því þar hefur hann verið úrskurðaður í keppnisbann.
Daly lét skapið hlaupa með sig í gönur á ástralska meistaramótinu í desember s.l. þar sem hann sló m.a. sjö bolta út í vatn á 11. braut, og í kjölfarið hætti hann keppni.
Ekki hefur verið gefið út hve langt keppnisbannið verður eða hve háa sekt Daly fær.
Daly fékk um 16 milljónir kr. fyrir fjórða sætið í Katar en hann verður á meðal keppenda á Dubai meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Það mót er hluti af Evrópumótaröðinni og margir af bestu kylfingum heims eru þar á meðal keppenda.
John Daly fékk keppnisbann og sekt í Ástralíu | í fjórða sæti í Katar

Mest lesið



„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
Íslenski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti



„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn
