Allt í hnút í Grikklandi 9. febrúar 2012 00:25 Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, glímir við gríðarleg efnhagsleg og pólitísk vandamál þessa dagana. Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, tókst ekki að ná samkomulagi við forystumenn grískra stjórnmálaafla um aðgerðir í ríkisfjármálum, til þess að geta fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Fundi í kvöld lauk án niðurstöðu, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir enn fremur að ekki hafi náðst að ná samkomulagi um miklar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sem hefðu haft það í för með sér, að ríkið hefði sparað sér mikil útgjöld á kostnað þiggjenda lífeyris. Samkvæmt frétt BBC fór Papademos rakleiðis til fundar við forystumenn ESB, AGS og kröfuhafaráðs landsins, eftir að ljóst varð að ekki væri mögulegt að ná þverpólitísku samkomulagi um aðgerðir í ríkisfjármálum. Skuldavandi landsins er mikill og er jafnvel búist við því að ekki verði hjá því komist að landið fari í gjaldþrot, fyrst evruríkja. Aðgerðirnar sem deilt erum eru gríðarlegar umfangsmiklar og munu hafa mikil samfélagsleg áhrif í Grikklandi. Að því er segir í frétt BBC verða lægstu laun opinberra starfsmanna lækkuð um 22 prósent til viðbótar við það sem þegar hefur komið til framkvæmda og fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum verður sagt upp. Þá stendur vilji stjórnar Papademos til þess að lækka lífeyrisgreiðslur um 15 prósent til viðbótar. Reiknað er með því að Papademos muni funda með helstu forystumönnum ESB og AGS allan morgundaginn, að því er BBC greinir frá. Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, tókst ekki að ná samkomulagi við forystumenn grískra stjórnmálaafla um aðgerðir í ríkisfjármálum, til þess að geta fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Fundi í kvöld lauk án niðurstöðu, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir enn fremur að ekki hafi náðst að ná samkomulagi um miklar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sem hefðu haft það í för með sér, að ríkið hefði sparað sér mikil útgjöld á kostnað þiggjenda lífeyris. Samkvæmt frétt BBC fór Papademos rakleiðis til fundar við forystumenn ESB, AGS og kröfuhafaráðs landsins, eftir að ljóst varð að ekki væri mögulegt að ná þverpólitísku samkomulagi um aðgerðir í ríkisfjármálum. Skuldavandi landsins er mikill og er jafnvel búist við því að ekki verði hjá því komist að landið fari í gjaldþrot, fyrst evruríkja. Aðgerðirnar sem deilt erum eru gríðarlegar umfangsmiklar og munu hafa mikil samfélagsleg áhrif í Grikklandi. Að því er segir í frétt BBC verða lægstu laun opinberra starfsmanna lækkuð um 22 prósent til viðbótar við það sem þegar hefur komið til framkvæmda og fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum verður sagt upp. Þá stendur vilji stjórnar Papademos til þess að lækka lífeyrisgreiðslur um 15 prósent til viðbótar. Reiknað er með því að Papademos muni funda með helstu forystumönnum ESB og AGS allan morgundaginn, að því er BBC greinir frá.
Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira