Ferrari ósátt með nýja bílinn á æfingum 9. febrúar 2012 20:30 Ferrari bíllinn hans Alonso þarfnast mikilla endurbóta ef hann á að keppa um titil í ár. AP Photo Tæknistjóri Ferrari liðsins, Pat Fry, sagðist ekki vera ánægður með stöðu Ferrari liðsins það sem af er. "Ég er ekki ánægður með hvar við stöndum í augnablikinu," sagði hann. "Það eru margir fletir sem þarf að endurskoða. Bíllinn virkar ágætlega sumstaðar en það á ekki við um allar aðstæður." Ferrari liðið ákvað, eftir lélegt tímabil í fyrra, að gerast djarfara í hönnun sinni á nýja bílnum. "Það er að koma niður á því hvernig við setjum bílinn upp. Það er erfiðara að skilja hvernig við finnum hina fullkomnum uppsetningu með svo djarfa hönnun." Fernando Alonso ók Ferrari bílnum á æfingum í dag og endaði neðarlega í röðinni. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir of snemt að áætla hvar Red Bull liðið standi í heimsmeistarakeppninni í ár. Vettel ók nýjum Red Bull bíl á æfingunum á Jerez og varð þriðji. Þetta var fyrsti snúningur Vettels í RB8, 2012 árgerð Red Bull. "Við verðum að einbeita okkur að okkar bíl. Það er varla tími til að sjá hvað hinir eru að gera," sagði Vettel við blaðamenn síðdegis. "Við bíðum núna eftir bíl frá Mercedes liðinu og þá getum við kortlagt þetta betur. Það er þó ljóst að keppnin verður hörð í ár, jafnvel harðari en í fyrra." Mercedes liðið er eina toppliðið sem á eftir að frumsýna nýtt afkvæmi. Liðið tók ákvörðun um að fresta frumsýningunni um þrjár vikur og koma með fullmótaðann bíl í lok febrúar. Formúla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Tæknistjóri Ferrari liðsins, Pat Fry, sagðist ekki vera ánægður með stöðu Ferrari liðsins það sem af er. "Ég er ekki ánægður með hvar við stöndum í augnablikinu," sagði hann. "Það eru margir fletir sem þarf að endurskoða. Bíllinn virkar ágætlega sumstaðar en það á ekki við um allar aðstæður." Ferrari liðið ákvað, eftir lélegt tímabil í fyrra, að gerast djarfara í hönnun sinni á nýja bílnum. "Það er að koma niður á því hvernig við setjum bílinn upp. Það er erfiðara að skilja hvernig við finnum hina fullkomnum uppsetningu með svo djarfa hönnun." Fernando Alonso ók Ferrari bílnum á æfingum í dag og endaði neðarlega í röðinni. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir of snemt að áætla hvar Red Bull liðið standi í heimsmeistarakeppninni í ár. Vettel ók nýjum Red Bull bíl á æfingunum á Jerez og varð þriðji. Þetta var fyrsti snúningur Vettels í RB8, 2012 árgerð Red Bull. "Við verðum að einbeita okkur að okkar bíl. Það er varla tími til að sjá hvað hinir eru að gera," sagði Vettel við blaðamenn síðdegis. "Við bíðum núna eftir bíl frá Mercedes liðinu og þá getum við kortlagt þetta betur. Það er þó ljóst að keppnin verður hörð í ár, jafnvel harðari en í fyrra." Mercedes liðið er eina toppliðið sem á eftir að frumsýna nýtt afkvæmi. Liðið tók ákvörðun um að fresta frumsýningunni um þrjár vikur og koma með fullmótaðann bíl í lok febrúar.
Formúla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira