Eiríkur rauði verður tekjuhæsti borpallur heims 25. janúar 2012 13:28 Bordagurinn á Eiríki rauða kostar 90 milljónir króna. Breska olíufyrirtækið Ophir, sem sérhæfir sig í olíuleit undan ströndum Afríku, hefur samið við borfyrirtækið Ocean Rig um leigu á borpallinum Eirik Raude, eða Eiríki rauða, í 60 daga borverkefni í landgrunni Miðbaugs-Gíneu fyrir 52 milljónir dollara. Sérfræðingar áætla að þegar búið sé að draga frá 10 milljónir dollara í kostnað í undirbúning og við að flytja borpallinn á svæðið reiknist dagtaxtinn vera 700 þúsund dollarar. Það samsvarar tæplega 90 milljónum króna í leigugjald á hvern bordag. Norska vefritið Offshore.no, sem fjallað hefur um mikla ásókn í borpalla um þessar mundir, segir að þessi borsamningur eigi heima í sögubókum enda sé hann heimsmet. Fyrra met í leigu fyrir borpall sé frá árinu 2008 þegar ExxonMobil greiddi 650 þúsund dollara daggjald fyrir borpallinn Deepwater Champion. Borpallurinn Eirik Raude er systurpallur Leiv Eiriksson, eða Leifs Eiríkssonar, en þeir heita eftir íslensku feðgunum sem fundu Grænland og síðar Vínland og meginland Ameríku. Svo skemmtilega vill til að Leiv Eiriksson var síðastliðið sumar við boranir undan vesturströnd Grænlands á vegum skoska félagsins Cairn. Borpallurinn Leifur hafði reyndar ekki heppnina með sér að þessu sinni því leitin skilaði ekki tilætluðum árangri. Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breska olíufyrirtækið Ophir, sem sérhæfir sig í olíuleit undan ströndum Afríku, hefur samið við borfyrirtækið Ocean Rig um leigu á borpallinum Eirik Raude, eða Eiríki rauða, í 60 daga borverkefni í landgrunni Miðbaugs-Gíneu fyrir 52 milljónir dollara. Sérfræðingar áætla að þegar búið sé að draga frá 10 milljónir dollara í kostnað í undirbúning og við að flytja borpallinn á svæðið reiknist dagtaxtinn vera 700 þúsund dollarar. Það samsvarar tæplega 90 milljónum króna í leigugjald á hvern bordag. Norska vefritið Offshore.no, sem fjallað hefur um mikla ásókn í borpalla um þessar mundir, segir að þessi borsamningur eigi heima í sögubókum enda sé hann heimsmet. Fyrra met í leigu fyrir borpall sé frá árinu 2008 þegar ExxonMobil greiddi 650 þúsund dollara daggjald fyrir borpallinn Deepwater Champion. Borpallurinn Eirik Raude er systurpallur Leiv Eiriksson, eða Leifs Eiríkssonar, en þeir heita eftir íslensku feðgunum sem fundu Grænland og síðar Vínland og meginland Ameríku. Svo skemmtilega vill til að Leiv Eiriksson var síðastliðið sumar við boranir undan vesturströnd Grænlands á vegum skoska félagsins Cairn. Borpallurinn Leifur hafði reyndar ekki heppnina með sér að þessu sinni því leitin skilaði ekki tilætluðum árangri.
Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira