Xavi Hernandez, miðjumaður Barcelona, talaði illa um leikmenn Real Madrid í nýjum myndbroti sem var tekið upp af Barca TV þegar Xavi hélt að hann væri ekki í mynd. El Mundo birti myndbandið á heimasíðu sinni.
Xavi Hernandez segir þar framkomu leikmanna Real verða ótrúlega og þeir kunni ekki að tapa. Hann talar einnig um að leikmenn spili eins og villidýr inn á vellinum og láti hann og félaga hans í Barcelona-liðinu finna mikið fyrir sér.
Orð Xavi Hernandez eru örugglega eins og olía á eldinn í stirðum samskiptum leikmanna Barcelona og Real Madrid en margir þeirra þurfa síðan að spila saman í spænska landsliðinu.
Real Madrid datt út fyrir Barcelona í spænska bikarnum í vikunni og hefur aðeins náð að vinna einn af síðustu fjórtán leikjum liðanna. Real Madrid er hinsvegar á góðri leið með að taka spænska meistaratitilinn af Börsungum.
Xavi: Leikmenn Real Madrid kunna ekki að tapa
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

