Jovan Zdravevski lék sinn fyrsta leik síðan í október þegar Stjarnan vann auðveldan 25 stiga sigur á botnliði Vals, 96-71, í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Stjörnumenn komust upp í annað sætið með þessum sigri en Valsmenn hafa hinsvegar tapað öllum þrettán leikjum sínum í vetur.
Jovan Zdravevski hitti úr þremur fyrstu þriggja stiga skotum sínum í leiknum en endaði síðan með 13 stig á 25 mínútum.
Renato Lindmets skoraði 20 stig fyrir Stjörnuna, Keith Cothran var með 16 stig og Marvin Valdimarsson skoraði 15 stig. Ragnar Gylfason skoraði 14 stig fyrir Val og þeir Igor Tratnik, Austin Bracey og Birgir Björn Pétursson voru allir með 13 stig.
Stjörnumenn skoruðu ellefu fyrstu stigin og Valsmenn komust ekki á blað fyrr en eftir fjórar og hálfa mínútu. Stjarnan vann fyrsta leikhlutann 26-13 og var komið með 20 stiga forskot í hálfleik, 53-33.
Valsmenn náðu aðeins að minnka muninn um eitt stig í þriðja leikhlutanum, Stjörnumenn bættu við forystu sína í fjórða leikhluta og unnu leikinn að lokum með 25 stiga mun.
Valur-Stjarnan 71-96 (13-26, 20-27, 23-22, 15-21)
Valur: Ragnar Gylfason 14, Igor Tratnik 13/6 fráköst, Birgir Björn Pétursson 13/8 fráköst, Austin Magnus Bracey 13, Alexander Dungal 6, Kristinn Ólafsson 4, Hamid Dicko 3, Benedikt Blöndal 3, Bergur Ástráðsson 2.
Stjarnan: Renato Lindmets 20/7 fráköst, Keith Cothran 16, Marvin Valdimarsson 15, Jovan Zdravevski 13, Justin Shouse 11/9 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 8, Fannar Freyr Helgason 7/5 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 2, Magnús Bjarki Guðmundsson 2, Dagur Kár Jónsson 2.
Körfubolti