Niðurskurður ríkisfjármála getur kæft vaxtamöguleika hagkerfa 28. janúar 2012 12:49 Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. mynd/afp Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við að óviðeigandi niðurskurður ríkisfjármála geti kæft vaxtamöguleika hagkerfa. Aðlaga þurfi niðurskurðaráætlanir við hvert hagkerfi fyrir sig. Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við að of mikill niðurskurður í ríkisfjármálum geti orðið til þess að hagkerfi skuldsettra landa hætti að vaxa. Þetta er meðal umræðuefna á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss. Hún segir að skuldsettar þjóðir þurfi vissulega að skera niður en ekki megi fara eins að því í öllum löndum, finna þurfi réttu lausnina fyrir hvert og eitt ríki þannig að ekki sé gengið of nærri hagkerfunum. Hún segir að evrópulönd séu að vinna í sínum skuldavanda og árangur sé farinn að koma í ljós. Á ráðstefnunni ræddi fjármálaráðherra Bandaríkjanna Timothy Geithner einnig um að aukinn meinlætalifnaður í ríkisfjármálum geti orðið til þess að auka á hnignun hagkerfisins og þar með skapað vítahring samdráttar og niðurskurðar. Fyrir mörg Evrópulönd sé hins vegar enginn annar möguleiki fyrir hendi en að skera verulega niður í ríkisfjármálum til lengri tíma litið. Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við að óviðeigandi niðurskurður ríkisfjármála geti kæft vaxtamöguleika hagkerfa. Aðlaga þurfi niðurskurðaráætlanir við hvert hagkerfi fyrir sig. Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varar við að of mikill niðurskurður í ríkisfjármálum geti orðið til þess að hagkerfi skuldsettra landa hætti að vaxa. Þetta er meðal umræðuefna á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss. Hún segir að skuldsettar þjóðir þurfi vissulega að skera niður en ekki megi fara eins að því í öllum löndum, finna þurfi réttu lausnina fyrir hvert og eitt ríki þannig að ekki sé gengið of nærri hagkerfunum. Hún segir að evrópulönd séu að vinna í sínum skuldavanda og árangur sé farinn að koma í ljós. Á ráðstefnunni ræddi fjármálaráðherra Bandaríkjanna Timothy Geithner einnig um að aukinn meinlætalifnaður í ríkisfjármálum geti orðið til þess að auka á hnignun hagkerfisins og þar með skapað vítahring samdráttar og niðurskurðar. Fyrir mörg Evrópulönd sé hins vegar enginn annar möguleiki fyrir hendi en að skera verulega niður í ríkisfjármálum til lengri tíma litið.
Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira