Mafían orðin stærsti banki Ítalíu vegna kreppunnar 11. janúar 2012 06:54 Kreppan sem ríkir í Evrópu hefur gert það að verkum að mafían á Ítalíu er orðinn stærsti banki landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá samtökunum SOS Impresa sem staðsett eru í Palermo á Sikiley og berjast gegn áhrifum skipulegra glæpasamtaka innan smærri fyrirtækja á Ítalíu. Samtökin segja að ítök mafíunnar í þessum fyrirtækjum séu orðin ógn við þjóðaröryggi landsins. Velta ítölsku mafíunnar er áætluð um 140 milljarðar evra, eða um 22.000 milljarðar kr. á ári sem svarar til 7% af landsframleiðslu landsins. Árlegt lausafé mafíunnar nemur 65 milljörðum evra og þetta þýðir að glæpasamtökin eru orðin að stærsta banka landsins að mati SOS Impresa. Okurlánastarfsemi er orðin álíka tekjulind og fíkniefnasala, vændi og vopnasmygl. En í stað skuggalegra manna með hafnaboltakylfur fer lánastarfsemin nú fram í gegnum lögfræðinga á vegum mafíunnar. Þessi starfsemi blómstrar þar sem bankar gera æ ríkari kröfur fyrir lánveitingum sínum í kreppunni og fyrirtækjaeigendur neyðast því til að leita á náðir mafíunnar. Fari svo að eigendurnir geti ekki staðið í skilum með þessi okurlán hirðir mafían einfaldlega fyrirtækin af þeim. Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Kreppan sem ríkir í Evrópu hefur gert það að verkum að mafían á Ítalíu er orðinn stærsti banki landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá samtökunum SOS Impresa sem staðsett eru í Palermo á Sikiley og berjast gegn áhrifum skipulegra glæpasamtaka innan smærri fyrirtækja á Ítalíu. Samtökin segja að ítök mafíunnar í þessum fyrirtækjum séu orðin ógn við þjóðaröryggi landsins. Velta ítölsku mafíunnar er áætluð um 140 milljarðar evra, eða um 22.000 milljarðar kr. á ári sem svarar til 7% af landsframleiðslu landsins. Árlegt lausafé mafíunnar nemur 65 milljörðum evra og þetta þýðir að glæpasamtökin eru orðin að stærsta banka landsins að mati SOS Impresa. Okurlánastarfsemi er orðin álíka tekjulind og fíkniefnasala, vændi og vopnasmygl. En í stað skuggalegra manna með hafnaboltakylfur fer lánastarfsemin nú fram í gegnum lögfræðinga á vegum mafíunnar. Þessi starfsemi blómstrar þar sem bankar gera æ ríkari kröfur fyrir lánveitingum sínum í kreppunni og fyrirtækjaeigendur neyðast því til að leita á náðir mafíunnar. Fari svo að eigendurnir geti ekki staðið í skilum með þessi okurlán hirðir mafían einfaldlega fyrirtækin af þeim.
Mest lesið Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira