Murdoch segir Google stuðla að lögbrotum 16. janúar 2012 15:53 Rupert Murdoch. Rupert Murdoch, fjölmiðlafjárfestirinn umdeildi, sakar Google um aðstoða við þjófnað á höfundarréttarvörðu efni. Þetta kom fram á Twitter-síðu Murdochs. Hann sagði Google meðal annars stuðla að því að hægt væri að nálgast kvikmyndir frítt. Murdoch sagðist sjálfur hafa slegið inn Mission Impossible 4 og fengið fjölmarga tengla á myndina sem væri hægt að nálgast frítt. "Nú lýk ég máli mínu," sagði Murdoch síðan. Þessum orðum Murdochs mótmælti Google harðlega í dag, og sagði þau vera algjörlega úr lausu lofti gripin. Í tilkynningu Google segir að fyrirtækið hafi látið loka vefsíðum sem hefðu stuðlað að ólöglegri veltu með kvikmyndir og tónlist upp á meira en 40 milljónir dollara, eða sem nemur um fimm milljörðum króna. Þessa baráttu hefði fyrirtækið leitt. Þá sagði enn fremur í tilkynningu Google að fyrirtækið myndi ekki styðja við lagasetningu sem væri heftandi fyrir tjáningarfrelsið. Murdoch hefur sagt Google vera að reyna að hafa áhrif á bandaríska þingið vegna áforma um að grípa til nýrrar lagasetningar til þess að bregðast við niðurhali á kvikmyndum, forritum og tónlist. Hann hefur auk þess marglýst því yfir að tímabært sé að selja aðgang að efni á netinu fremur en að hafa aðgang að fréttasíðum frían. Tækni Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Rupert Murdoch, fjölmiðlafjárfestirinn umdeildi, sakar Google um aðstoða við þjófnað á höfundarréttarvörðu efni. Þetta kom fram á Twitter-síðu Murdochs. Hann sagði Google meðal annars stuðla að því að hægt væri að nálgast kvikmyndir frítt. Murdoch sagðist sjálfur hafa slegið inn Mission Impossible 4 og fengið fjölmarga tengla á myndina sem væri hægt að nálgast frítt. "Nú lýk ég máli mínu," sagði Murdoch síðan. Þessum orðum Murdochs mótmælti Google harðlega í dag, og sagði þau vera algjörlega úr lausu lofti gripin. Í tilkynningu Google segir að fyrirtækið hafi látið loka vefsíðum sem hefðu stuðlað að ólöglegri veltu með kvikmyndir og tónlist upp á meira en 40 milljónir dollara, eða sem nemur um fimm milljörðum króna. Þessa baráttu hefði fyrirtækið leitt. Þá sagði enn fremur í tilkynningu Google að fyrirtækið myndi ekki styðja við lagasetningu sem væri heftandi fyrir tjáningarfrelsið. Murdoch hefur sagt Google vera að reyna að hafa áhrif á bandaríska þingið vegna áforma um að grípa til nýrrar lagasetningar til þess að bregðast við niðurhali á kvikmyndum, forritum og tónlist. Hann hefur auk þess marglýst því yfir að tímabært sé að selja aðgang að efni á netinu fremur en að hafa aðgang að fréttasíðum frían.
Tækni Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira