Henderson er 37 ára gamall dvergur frá Bretlandi. Í október á síðasta ári varð hann fyrir árás í bænum Wincanton. Ölvaður maður veittist að honum og fleygði honum á jörðina. Henderson hlaut varanlegan mænuskaða eftir að hafa lent á malbikinu.
Henderson segir að keppni í dvergakasti fyrr um daginn hafi leitt til árásarinnar. Keppnin var harðlega gagnrýnd í Bretlandi en hún haldin samhliða heimsmeistarakeppninni í rúgbý sem haldin var í Nýja-Sjálandi. Meðlimir enska landsliðsins tóku þátt í dvergakastinu.

Dinklage hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Hann notaði því tækifærið til að vekja athygli á máli Hendersons.
Hægt er að sjá þakkarræðu Dinklage hér að ofan.