Real Madrid komst í hann krappann á mót Malaga í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Real Madrid vann leikinn á endanum 3-2 eftir að hafa lent 0-2 undir eftir hálftíma leik.
Sergio Sánchez (10. mínúta) og Martín Demichelis (29. mínúta) komu Malaga-liðinu í 2-0 og þannig var staðan allt þar til að aðeins 23 mínútur voru til leiksloka.
José Mourinho, þjálfari Real Madrid, tók þá Kaká, José Callejón og Álvaro Arbeloa alla útaf í hálfleik og setti þá Sami Khedira, Mesut Özil og Karim Benzema inn á í staðinn.
Sami Khedira minnkaði muninn á 69. mínútu og aðeins rúmri mínútu síðar var Gonzalo Higuaín búinn að jafna leikinn í 2-2. Það var síðan Karim Benzema sem skoraði sigurmarkið á 79. mínútu eftir sendingu frá Higuaín.
Leikurinn í kvöld fór fram á Estadio Santiago Bernabéu í Madrid en liðin mætast síðan á heimavelli Málaga CF í næstu viku.
Real Madrid lenti 0-2 undir en vann samt
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
