Bótakrafa sögð vera vanreifuð 8. janúar 2011 04:00 Hróbjartur Jónatansson og Helgi Birgisson Lögmenn tókust í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær á um frávísunarkröfu í sex milljarða króna skaðabótamáli Glitnis á hendur sex eigendum og stjórnendum bankans.Fréttablaðið/GVA Lögmaður eins sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis hefur krafið um sex milljarða skaðabætur fór í gær fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari hefur tekið sér frest til að úrskurða um málið. Málið hefur verið kennt við bresku skartgripakeðjuna Aurum Holdings og snýst um lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 í eigu Pálma Haraldssonar, sem lánaði það áfram til FS37, síðar Stím, til að kaupa hlutabréf í keðjunni af Fons. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma og Lárusi Welding er stefnt, ásamt þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Helgi Birgisson, lögmaður Magnúsar Arnar Arngrímssonar, sem er stefnt í málinu, sagði bótakröfu skilanefndarinnar allt of háa, enda lægi ekki fyrir hversu mikið fengist upp í kröfur bankans vegna lánveitingarinnar. Þá væri ljóst að bótakrafan ætti ekki að vera hærri en næmi mismuninum á þeirri upphæð sem lánað var og svo aftur þeirri upphæð sem bankanum hefði verið heimilt að lána. Engin tilraun hefði verið gerð til að meta hann. Helgi sagði umbjóðanda sinn telja að vanreifun á bótakröfunni væri tilefni til frávísunar málsins, en ástæða þess að aðrir sem skilanefnd Glitnis hefði kært væru ekki með í kröfunni væri sú að þeir teldu vanreifunina fremur ástæðu til sýknunar. Stutt væri á milli þessara krafna. Helgi benti á að lánin til FS38 og Blásólar, félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefðu verið til uppgreiðslu á eldri lánum. Þá hefðu 1,2 milljarðar króna farið beint inn á innlánsreikning í Glitni sem handveð til tryggingar. „Þannig nam raunveruleg lánveiting tveimur milljörðum króna, en ekki sex milljörðum,“ sagði hann. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður skilanefndar Glitnis, furðaði sig á kröfu þeirri sem Helgi setti fram og kvað grundvallaratriði í réttarfari að tækist ekki sönnun á tjóni undir löglegri málsmeðferð kynni það vitanlega að leiða til sýknu. „Mótbárur stefnda eiga ekki við. Þær varða efnishlið málsins og snúa ekki að forminu,“ sagði Hróbjartur og kvað fráleitt að eyða tíma dóms og lögmanna í að fjalla um málið á þessu stigi undir þessum formerkjum. olikr@frettabladid.is Stím málið Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Lögmaður eins sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis hefur krafið um sex milljarða skaðabætur fór í gær fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari hefur tekið sér frest til að úrskurða um málið. Málið hefur verið kennt við bresku skartgripakeðjuna Aurum Holdings og snýst um lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 í eigu Pálma Haraldssonar, sem lánaði það áfram til FS37, síðar Stím, til að kaupa hlutabréf í keðjunni af Fons. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma og Lárusi Welding er stefnt, ásamt þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Helgi Birgisson, lögmaður Magnúsar Arnar Arngrímssonar, sem er stefnt í málinu, sagði bótakröfu skilanefndarinnar allt of háa, enda lægi ekki fyrir hversu mikið fengist upp í kröfur bankans vegna lánveitingarinnar. Þá væri ljóst að bótakrafan ætti ekki að vera hærri en næmi mismuninum á þeirri upphæð sem lánað var og svo aftur þeirri upphæð sem bankanum hefði verið heimilt að lána. Engin tilraun hefði verið gerð til að meta hann. Helgi sagði umbjóðanda sinn telja að vanreifun á bótakröfunni væri tilefni til frávísunar málsins, en ástæða þess að aðrir sem skilanefnd Glitnis hefði kært væru ekki með í kröfunni væri sú að þeir teldu vanreifunina fremur ástæðu til sýknunar. Stutt væri á milli þessara krafna. Helgi benti á að lánin til FS38 og Blásólar, félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, hefðu verið til uppgreiðslu á eldri lánum. Þá hefðu 1,2 milljarðar króna farið beint inn á innlánsreikning í Glitni sem handveð til tryggingar. „Þannig nam raunveruleg lánveiting tveimur milljörðum króna, en ekki sex milljörðum,“ sagði hann. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður skilanefndar Glitnis, furðaði sig á kröfu þeirri sem Helgi setti fram og kvað grundvallaratriði í réttarfari að tækist ekki sönnun á tjóni undir löglegri málsmeðferð kynni það vitanlega að leiða til sýknu. „Mótbárur stefnda eiga ekki við. Þær varða efnishlið málsins og snúa ekki að forminu,“ sagði Hróbjartur og kvað fráleitt að eyða tíma dóms og lögmanna í að fjalla um málið á þessu stigi undir þessum formerkjum. olikr@frettabladid.is
Stím málið Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira