Mark Sigurður Árni Þórðarson skrifar 25. janúar 2011 06:00 Skot - og mark. Óp hljóma úr húsum og svo skömmu síðar kveða við harmavein. Þetta er tími hinna stóru drauma en líka vonbrigða. Mörkin raðast inn, en sum skotin eru framhjá. Sigrar eru sætir en töp svíða. Hverjir eru plúsarnir og hverjir mínusarnir? Handboltalandsliðið á HM nú er líklega besta karlaliðið, sem Íslendingar hafa átt. Ekki að Skaparinn hafi náðarsamlegast ákveðið að úthluta okkur betra efni en var í Gunnlaugi og Geir á sínum tíma. Þjálfun í nútímahandbolta er betri en áður var. Starfsfólkið leggur mikið á sig og heldur uppi móral þegar á móti blæs. Flestir landsliðsmennirnir leika í bestu handboltadeildum og liðum heims. Þeir eru ekki aðeins reknir áfram af þjóðernisrembingi og vöðvaviti, heldur hafa hag af að lið þeirra nái langt. Laun þeirra hækka ef þeir standa sig. Íslenskur handboltajöfur er meðal þeirra best launuðu í heimi. Tími einkaframtaks er liðinn. Tími fagmennsku og teymisvinnu er kominn. Guðmundur Guðmundsson hefur innleitt aga og sigursæla leikjagreiningu í íslenskan handbolta. Við ættum ekki aðeins að standa með strákunum, heldur læra af þeim. Nútímahandbolti okkar er betri en gamli boltinn vegna fagmennsku í þjálfun, skipulagi og undirbúningi. Handboltinn er ekki lengur íþrótt einstaklinga þótt ofurmenni séu. Ekki er lengur treyst á heppni, grísa og tilviljanir heldur agaða teymisvinnu. Við ættum að temja okkur sömu hugsun og landsliðið - að vera proffar í því sem við gerum. Gamla snillingablekkingin hefur leikið okkur illa. Leikir tapast og raunsæi er nauðsynlegur förunautur. Gerum okkar besta - í hóp og með með skýrum takmörkum. Kristnin hefur um allar aldir kennt boltahugsun og marksækni. Til að skýra út fyrir mönnum eðli brota, klúðurs, þ.e. syndar, var notað gríska orðið hamartía í Nýja testamentinu. Það merkir að brenna af, hitta ekki og vera misheppnaður. Þegar menn gera mistök í lífinu hitta menn ekki. Í einkalífinu, í vinnu og í samfélagi klúðrum við stundum málum og skorum ekki. Þá daprast lífslán og lífsgæði skerðast. HM veitir tilefni til ígrundunar um þjóðarkúltur og lífshætti. Þegar menn skora ekki í afstöðu og samskiptum við aðra menn fer illa. Það er hamartía, skortur á fagmennsku og klúður. Verst er þegar menn halda fram hjá sjálfum sér og tapa þar með tengslum við Guð og lífið. Okkar fólk skorar æ meir í landsleikjum, en hvernig skorar þú í þínum lífsleik? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun
Skot - og mark. Óp hljóma úr húsum og svo skömmu síðar kveða við harmavein. Þetta er tími hinna stóru drauma en líka vonbrigða. Mörkin raðast inn, en sum skotin eru framhjá. Sigrar eru sætir en töp svíða. Hverjir eru plúsarnir og hverjir mínusarnir? Handboltalandsliðið á HM nú er líklega besta karlaliðið, sem Íslendingar hafa átt. Ekki að Skaparinn hafi náðarsamlegast ákveðið að úthluta okkur betra efni en var í Gunnlaugi og Geir á sínum tíma. Þjálfun í nútímahandbolta er betri en áður var. Starfsfólkið leggur mikið á sig og heldur uppi móral þegar á móti blæs. Flestir landsliðsmennirnir leika í bestu handboltadeildum og liðum heims. Þeir eru ekki aðeins reknir áfram af þjóðernisrembingi og vöðvaviti, heldur hafa hag af að lið þeirra nái langt. Laun þeirra hækka ef þeir standa sig. Íslenskur handboltajöfur er meðal þeirra best launuðu í heimi. Tími einkaframtaks er liðinn. Tími fagmennsku og teymisvinnu er kominn. Guðmundur Guðmundsson hefur innleitt aga og sigursæla leikjagreiningu í íslenskan handbolta. Við ættum ekki aðeins að standa með strákunum, heldur læra af þeim. Nútímahandbolti okkar er betri en gamli boltinn vegna fagmennsku í þjálfun, skipulagi og undirbúningi. Handboltinn er ekki lengur íþrótt einstaklinga þótt ofurmenni séu. Ekki er lengur treyst á heppni, grísa og tilviljanir heldur agaða teymisvinnu. Við ættum að temja okkur sömu hugsun og landsliðið - að vera proffar í því sem við gerum. Gamla snillingablekkingin hefur leikið okkur illa. Leikir tapast og raunsæi er nauðsynlegur förunautur. Gerum okkar besta - í hóp og með með skýrum takmörkum. Kristnin hefur um allar aldir kennt boltahugsun og marksækni. Til að skýra út fyrir mönnum eðli brota, klúðurs, þ.e. syndar, var notað gríska orðið hamartía í Nýja testamentinu. Það merkir að brenna af, hitta ekki og vera misheppnaður. Þegar menn gera mistök í lífinu hitta menn ekki. Í einkalífinu, í vinnu og í samfélagi klúðrum við stundum málum og skorum ekki. Þá daprast lífslán og lífsgæði skerðast. HM veitir tilefni til ígrundunar um þjóðarkúltur og lífshætti. Þegar menn skora ekki í afstöðu og samskiptum við aðra menn fer illa. Það er hamartía, skortur á fagmennsku og klúður. Verst er þegar menn halda fram hjá sjálfum sér og tapa þar með tengslum við Guð og lífið. Okkar fólk skorar æ meir í landsleikjum, en hvernig skorar þú í þínum lífsleik?
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun